Afstaða utanríkisráðherra veldur miklum vonbrigðum Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2014 13:22 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rangt hjá utanríkisráðherra að um ekkert sé að semja við Evrópusambandið. Skynsamlegast sé að ljúka aðildarviðræðum og leggja samning í þjóðaratkvæði. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir furðulegt að utanríkisráðherra lýsi því yfir að væntanleg skýrsla aðila vinnumarkaðrins um Evrópusambandið verði ómarktæk. Afstaða ráðherra valdi miklum vonbrigðum. Skynsamlegast sé að leiða evrópumálin til lykta með samningi og rangt að ekki sé um neitt að semja.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í gær að hann gæti ekki séð að sú skýrsla sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta Alþjóðastofnun Háskólans gera um stöðu evrópumál, hafi nokkur áhrif á það sem stjórnvöld væru að gera. Enda væri sú skýrsla pöntuð af fylgjendum Evrópusambandsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þessi ummæli furðuleg. „Í fyrsta lagi er alveg ljóst að það er engin einsleit afstaða til aðildar að Evróðusambandinu innan Samtaka atvinnulífsins. Það eru skiptar skoðanir þar eins og annars staðar í þjóðfélaginu,“ segir Þorsteinn. Markmiðið með gerð skýrslunnar sé fyrst og fremst að fá greinargóða úttekt á stöðu viðræðnanna og stjórnvöldum hafi verið boðið samstarf í þeim efnum sem þau hafi hafnað. Meta þurfi hver möguleg niðurstaða viðræðna gæti orðið og hvaða möguleikar aðrir kunni að vera í stöðunni. „En það er af og frá að frá okkar hendi sé einhvers konar pöntuð niðurstaða og lýsir kannski frekar viðhorfi ráðherra til slíkra skýrslna en okkar,“ segir framkvæmdastjórinn.En hvað segir það um samskipti aðila vinnumarkaðrins við stjórnvöld ef þau eru búin að ákveða fyrirfram að ykkar innlegg í þessa umræðu sé ekki þess virði að hlusta á það? „Það veldur miklum vonbrigðum, svo ekki sé meira sagt,“ segir Þorsteinn. Samtök atvinnulífsins hafi þá stefnu að skynsamlegast sé að leiða málið til lykta með samningi sem síðan fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sé ekkert í skýrslu Hagfræðistofnunar sem breyti þeirri afstöðu. Það sé skynsamlegast til að fá niðurstöðu í málið. Það sé rangt hjá utanríkisráðherra að það sé ekki um neitt að semja. „Eins og alltaf hefur legið fyrir í aðildarviðræðum sem þessum þá eru þrír möguleikar uppi. Það er að laga sig að regluverki Evrópusambandsins, að fá tímabundna undanþágu frá slíku regluverki og svo aftur að semja einhverjar nýjar reglur sem snúa þá sérstaklega að ríkum hagsmunum nýs aðildarríkis. Fyrir því eru fjölmörg fordæmi og kemur fram í skýrslunni (Hagfræðistofnunar),“ segir Þorsteinn. Engin rök séu fyrir því að slíta viðræðum nú og að minnsta kosti sjálfsagt að bíða skýrslu aðila vinnumarkaðrins sem væntanleg sé í apríl. „Það er ekkert í þessu máli sem hastar svo að ekki sé hægt að bíða eftir henni líka. Ég held að það sé mikilvægt að vandað sé til umræðunnar um framhaldið og ég treysti því að stjórnvöld vilji hafa gott samstarf við atvinnulífið um næstu skref í þessu mikilvæga máli,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir furðulegt að utanríkisráðherra lýsi því yfir að væntanleg skýrsla aðila vinnumarkaðrins um Evrópusambandið verði ómarktæk. Afstaða ráðherra valdi miklum vonbrigðum. Skynsamlegast sé að leiða evrópumálin til lykta með samningi og rangt að ekki sé um neitt að semja.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í gær að hann gæti ekki séð að sú skýrsla sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta Alþjóðastofnun Háskólans gera um stöðu evrópumál, hafi nokkur áhrif á það sem stjórnvöld væru að gera. Enda væri sú skýrsla pöntuð af fylgjendum Evrópusambandsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þessi ummæli furðuleg. „Í fyrsta lagi er alveg ljóst að það er engin einsleit afstaða til aðildar að Evróðusambandinu innan Samtaka atvinnulífsins. Það eru skiptar skoðanir þar eins og annars staðar í þjóðfélaginu,“ segir Þorsteinn. Markmiðið með gerð skýrslunnar sé fyrst og fremst að fá greinargóða úttekt á stöðu viðræðnanna og stjórnvöldum hafi verið boðið samstarf í þeim efnum sem þau hafi hafnað. Meta þurfi hver möguleg niðurstaða viðræðna gæti orðið og hvaða möguleikar aðrir kunni að vera í stöðunni. „En það er af og frá að frá okkar hendi sé einhvers konar pöntuð niðurstaða og lýsir kannski frekar viðhorfi ráðherra til slíkra skýrslna en okkar,“ segir framkvæmdastjórinn.En hvað segir það um samskipti aðila vinnumarkaðrins við stjórnvöld ef þau eru búin að ákveða fyrirfram að ykkar innlegg í þessa umræðu sé ekki þess virði að hlusta á það? „Það veldur miklum vonbrigðum, svo ekki sé meira sagt,“ segir Þorsteinn. Samtök atvinnulífsins hafi þá stefnu að skynsamlegast sé að leiða málið til lykta með samningi sem síðan fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sé ekkert í skýrslu Hagfræðistofnunar sem breyti þeirri afstöðu. Það sé skynsamlegast til að fá niðurstöðu í málið. Það sé rangt hjá utanríkisráðherra að það sé ekki um neitt að semja. „Eins og alltaf hefur legið fyrir í aðildarviðræðum sem þessum þá eru þrír möguleikar uppi. Það er að laga sig að regluverki Evrópusambandsins, að fá tímabundna undanþágu frá slíku regluverki og svo aftur að semja einhverjar nýjar reglur sem snúa þá sérstaklega að ríkum hagsmunum nýs aðildarríkis. Fyrir því eru fjölmörg fordæmi og kemur fram í skýrslunni (Hagfræðistofnunar),“ segir Þorsteinn. Engin rök séu fyrir því að slíta viðræðum nú og að minnsta kosti sjálfsagt að bíða skýrslu aðila vinnumarkaðrins sem væntanleg sé í apríl. „Það er ekkert í þessu máli sem hastar svo að ekki sé hægt að bíða eftir henni líka. Ég held að það sé mikilvægt að vandað sé til umræðunnar um framhaldið og ég treysti því að stjórnvöld vilji hafa gott samstarf við atvinnulífið um næstu skref í þessu mikilvæga máli,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira