Sport

Drepa hunda í Sotsjí

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Flökkuhundar fyrir utan Ólympíuleikvanginn í Sotsjí.
Flökkuhundar fyrir utan Ólympíuleikvanginn í Sotsjí. Vísir/Getty
Þúsundir flökkuhunda er að finna í borginni Sotsjí í Rússlandi þar sem Vetrarólympíuleikarnir verða settir á föstudaginn.

Hundarnir ráfa um stræti borgarinnar og fjallshlíðar auk þess að hafast við í drullunni þar sem miklar byggingaframkvæmdir hafa verið undanfarin ár á meðan á undirbúningi leikanna stóð. Nú þegar styttist í stóru stundina vilja borgaryfirvöld losna við hundana.

Alexei Sorokin, yfirmaður hjá meindýrafyrirtæki á svæðinu, staðfestir í samtali við AP að fyrirtækið hafi samið við borgaryfirvöld um að finna dýrin og taka af lífi á meðan á leikunum stendur.

Sorokin vildi ekki greina frá því hvernig hundarnir yrðu drepnir. Hann segir hundana hafa verið til mikilla vandræða og meðal annars bitið börn. Þá eiga þeir að hafa hlaupið inn á Ólympíuleikvanginn á meðan á æfingu fyrir setningarhátíðina stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×