Sport

Senda Maríu batakveðjur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
„Þetta lítur alls ekki vel út og allar líkur á að krossbandið sé slitið aftur og að innra liðbandið sé tognað,“ skrifar skíðakonan María Guðmundsdóttir á Fésbókarsíðu sína.

María féll í fyrri ferð við keppni í stórsvigi í Þýskalandi í gær. Hún áttaði sig strax á því að meiðsli sín væru alvarlegs eðlis eins og fjallað verður um í Fréttablaðinu í fyrramálið.

Hún reiknar með því að hafa slitið krossband í hné líkt og á Landsmótinu fyrir tveimur árum. Þá er talið að innra liðbandið sé tognað.

„En núna ligg ég bara í sófanum með spelku á löppina og mjög mikla verki,“ skrifar María á Fésbókinni. Vinkona Maríu, Erla Ásgeirsdóttir,keppir fyrir hönd Íslands á leikunum í stað Maríu.

María segist reyna að vera jákvæð og hafa fjölmargir vinir og stuðningsmenn hennar sent henni baráttukveðjur á síðunni. Það má gera hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×