Lífið

George Clooney minnist Philip Seymour Hoffman

George Clooney og Philip Seymour Hoffman
George Clooney og Philip Seymour Hoffman AFP/NordicPhotos
Fyrir frumsýningu á nýjustu mynd sinni The Monuments Men í gær, sagði George Clooney, sem leikstýrir myndinni og leikur í henni, nokkur orð til að minnast kollega síns Philip Seymour Hoffman.

„Mig langaði að byrja á að segja að það er mjög skrýtið að vera í New York, sérstaklega nokkrum dögum eftir að góðvinur okkar lést,“ sagði Clooney.

„Það gerir þetta erfitt og ég held að það sé fíllinn í herberginu.“

Margir þeirra leikara sem koma fram í myndinni, Cate Blanchett, Matt Damon, Bob Balaban og Clooney sjálfur, höfðu unnið með Hoffman áður. Clooney leikstýrði honum til að mynda í myndinni Ides of March.

Hoffman lést þann annan febrúar síðastliðinn í íbúð sinni í New York.

„Dauði hans er óskiljanlegur og ótrúlega sorglegur. Við munum öll sakna hans óskaplega. Það er erfitt að vera hér í kvöld.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.