Sport

Frábær árangur hjá Helgu Maríu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/ÍSÍ
Helga María Vilhjálmsdóttir náði sínum besta árangri á FIS-móti þegar hún hafnaði í sjötta sæti í bruni á móti í Hafjell í noregi.

Helga María var tæpri sekúndu á eftir sigurvegaranum og fékk fyrir árangurinn 59,98 FIS-stig en um gríðarlega bætingu er um að ræða hjá henni. Áður átti hún best 105,35 stig.

Segir á heimasíðu Skíðasambandsins að Helga María muni stórbæta stöðu sína á heimslistanum með þessum árangri.

Þetta veit á gott fyrir Helgu Maríu sem er að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleikana í Sotsjí þar sem hún mun keppa í stórsvigi, risasvigi og bruni. Leikarnir verða settir í dag en Helga María heldur til Rússlands þann 11. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×