Sport

Björndalen jafnaði met Dæhlie

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björndalen fagnar sigrinum í dag.
Björndalen fagnar sigrinum í dag. Vísir/Getty
Hinn fertugi Ole Einar Björndalen vann í dag sín tólftu verðlaun á Vetrarólympíuleikum og jafnaði þar með árangur landa síns, Björn Dæhlie.

Björndalen vann sigur í 10 km skíðaskotfimi á leikunum í Sotsjí í dag en þetta er í þriðja sinn sem hann vinnur gull í greininni. Það gerði hann áður á leikunum í Nagano árið 1998 og í Salt Lake City 2002.

Alls hefur Björndalen unnið sex gullverðlaun, fimm silfurverðlaun og ein bronsverðlaun á fimm mismunandi Vetrarólympíuleikum.

Dæhli vann á sínum tíma átta gull- og fjögur silfurverðlaun á sínum ferli en hann keppti þó aðeins á þremur leikum - öllum á tíunda áratug síðustu aldar.

Austurríkismaðurinn Dominik Landertinger varð annar í dag og Jaroslav Soukup þriðji. Sigurvegarar á síðustu tveimur heimsmeistaramótum, þeir Emil Hegle Svendsen frá Noregi og Frakkinn Martin Fourcade, komust ekki á pall í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×