Lífið

"Ég þurfti Guð, kynlíf og áfengi“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Rapparinn Kanye West prýðir forsíðu tímaritsins Interview en það er leikstjóri myndarinnar 12 Years a Slave, Steve McQueen, sem tekur viðtalið. Kanye segir fólk oft vilja þagga niður í sér.

„Fólk reynir að gera hluti til að þagga niður í mér og láta mig líta út eins og brjálæðing til að beina kastljósinu frá því sem ég er að reyna að segja,“ segir Kanye. Hann er óhræddur við að taka áhættur.

Reffilegur.
„Við höfum bara daginn í dag. Fortíðin er liðin og morgundagurinn er óljós. Áhætta fyrir mér væri að taka ekki áhættu - það er það eina sem er áhættusamt í mínu lífi.“

Rapparinn vakti óskipta athygli á MTV-tónlistarverðlaununum árið 2009 þegar hann fór upp á svið og truflaði þakkarræðu kántrísöngkonunnar Taylor Swift. Hann segist hafa verið lengi að jafna sig eftir það.

„Ég þurfti Guð, kynlíf og áfengi...mikið af kynlífi.“

Kanye sér eftir því að hafa hrifsað hljóðnemann af Taylor.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×