Innlent

Ofsaveðri spáð syðst á landinu síðdegis

Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að storminum fylgi slydda eða rigning, en sums staðar snjókoma í fyrstu.
Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að storminum fylgi slydda eða rigning, en sums staðar snjókoma í fyrstu. mynd/stefán
Búist er við stormi með vindhraða að meðaltali yfir tuttugu metrum á sekúndu sunnan til á landinu síðdegis í dag og ofsaveðri er spáð syðst á landinu síðdegis og fram á kvöld þar sem meðalvindhraði verður 28 metrar á sekúndu eða meira.

Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að þessu fylgi slydda eða rigning, en sums staðar snjókoma í fyrstu. Hvessir einnig N-lands síðdegis og þykknar upp, 10-18 metrar á sekúndu þar í kvöld og dálítil snjókoma.

Hlýnar smám saman í dag, hiti víða 0 til 5 stig undir kvöld, en vægt frost í innsveitum fyrir norðan. Hvöss austanátt á morgun og úrkoma í flestum landshlutum, einkum SA-lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×