Innlent

Sprengingar valda Vesturbæingum óþægindum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Það er sprengt hérna um það bil fimm sinnum á hverjum degi. Í dag hafa sprengingarnar verið sex,“ segir Svanlaug Rós Ásgeirsdóttir, íbúi við Lágholtsveg í Vesturbænum í Reykjavík.

Svanlaug býr í næsta húsi við Lýsisreitinn þar sem verið er að sprengja fyrir grunnum að fjölbýlishúsum sem rísa eiga á svæðinu.

„Þetta eru allt gömul hús hérna á Bráðræðisholtinu og þeir ætla að vera að sprengja hérna í þrjá mánuði, allt að fimm sinnum á dag. Það gerir 300 sprengingar allt í allt. Maður bara spyr sig hvort þessi gömlu hús hér þoli þetta,“ segir Svanlaug.

Hún segir að þetta sé vægast sagt óþægilegt ástand að búa við. Þarna titri allt, húsið og innbúið í hvert skipti sem sprengt er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×