Innlent

Taka upp Natural World þátt á Hornströndum

Elimar Hauksson skrifar
Íslenski refurinn virðist vera vinsælt sjónvarpsefni.
Íslenski refurinn virðist vera vinsælt sjónvarpsefni. Mynd/Vilhelm
Þáttagerðarmenn frá breska ríkisútvarpinu, BBC, munu koma til Íslands í vor til að taka upp efni fyrir dýralífsþáttinn Natural World.

Þáttagerðarmennirnir munu heimsækja Melrakkasetur Íslands á Súðavík og meðal annars taka upp myndefni af íslenska melrakkanum. Ester Rut Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Melrakkasetursins segir að tökur muni hefjasti í mars, gangi allt að óskum.

„Þeir munu koma og eyða einhverjum dögum á Íslandi, líklega um 180 tökudögum. Myndin á að fjalla bæði um refin og önnur dýr í íslenskri náttúru en þetta verður svona týpískur Attenborough þáttur um náttúrulíf á Íslandi,“ segir Ester. Verkefnið á sér nokkuð langan aðdraganda og segir Ester mikinn áhuga vera á íslenska melrakkanum.

„Þessi tegund er friðuð í Evrópu en hún er skotin á Íslandi. Kvikmyndatökumennirnir fara aðallega á Hornstrandir þar sem við hjá Melrakkasetrinu erum að vinna flest okkar verkefni,“ segir Ester. Hún bætir við að verkefnið sé mikilvægt fyrir Melrakkasetrið sem sé einstaklingsframtak.

„Ég byrjaði að vinna hér fyrir 15 árum með litlu fjármagni og við höfum í raun fjármagnað rannsóknir með aðgangseyri á Melrakkasafnið, frjálsum framlögum og þjónustu við ljósmyndara og kvikmyndagerðarfólk,“ segir Ester.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.