Taka upp Natural World þátt á Hornströndum Elimar Hauksson skrifar 15. janúar 2014 18:15 Íslenski refurinn virðist vera vinsælt sjónvarpsefni. Mynd/Vilhelm Þáttagerðarmenn frá breska ríkisútvarpinu, BBC, munu koma til Íslands í vor til að taka upp efni fyrir dýralífsþáttinn Natural World. Þáttagerðarmennirnir munu heimsækja Melrakkasetur Íslands á Súðavík og meðal annars taka upp myndefni af íslenska melrakkanum. Ester Rut Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Melrakkasetursins segir að tökur muni hefjasti í mars, gangi allt að óskum. „Þeir munu koma og eyða einhverjum dögum á Íslandi, líklega um 180 tökudögum. Myndin á að fjalla bæði um refin og önnur dýr í íslenskri náttúru en þetta verður svona týpískur Attenborough þáttur um náttúrulíf á Íslandi,“ segir Ester. Verkefnið á sér nokkuð langan aðdraganda og segir Ester mikinn áhuga vera á íslenska melrakkanum. „Þessi tegund er friðuð í Evrópu en hún er skotin á Íslandi. Kvikmyndatökumennirnir fara aðallega á Hornstrandir þar sem við hjá Melrakkasetrinu erum að vinna flest okkar verkefni,“ segir Ester. Hún bætir við að verkefnið sé mikilvægt fyrir Melrakkasetrið sem sé einstaklingsframtak. „Ég byrjaði að vinna hér fyrir 15 árum með litlu fjármagni og við höfum í raun fjármagnað rannsóknir með aðgangseyri á Melrakkasafnið, frjálsum framlögum og þjónustu við ljósmyndara og kvikmyndagerðarfólk,“ segir Ester. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Þáttagerðarmenn frá breska ríkisútvarpinu, BBC, munu koma til Íslands í vor til að taka upp efni fyrir dýralífsþáttinn Natural World. Þáttagerðarmennirnir munu heimsækja Melrakkasetur Íslands á Súðavík og meðal annars taka upp myndefni af íslenska melrakkanum. Ester Rut Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Melrakkasetursins segir að tökur muni hefjasti í mars, gangi allt að óskum. „Þeir munu koma og eyða einhverjum dögum á Íslandi, líklega um 180 tökudögum. Myndin á að fjalla bæði um refin og önnur dýr í íslenskri náttúru en þetta verður svona týpískur Attenborough þáttur um náttúrulíf á Íslandi,“ segir Ester. Verkefnið á sér nokkuð langan aðdraganda og segir Ester mikinn áhuga vera á íslenska melrakkanum. „Þessi tegund er friðuð í Evrópu en hún er skotin á Íslandi. Kvikmyndatökumennirnir fara aðallega á Hornstrandir þar sem við hjá Melrakkasetrinu erum að vinna flest okkar verkefni,“ segir Ester. Hún bætir við að verkefnið sé mikilvægt fyrir Melrakkasetrið sem sé einstaklingsframtak. „Ég byrjaði að vinna hér fyrir 15 árum með litlu fjármagni og við höfum í raun fjármagnað rannsóknir með aðgangseyri á Melrakkasafnið, frjálsum framlögum og þjónustu við ljósmyndara og kvikmyndagerðarfólk,“ segir Ester.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira