Innlent

Bono mætti í áramótapartý Óla Stef

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Írska rokkstjarnan Bono virðist hafa haft það náðugt á Íslandi yfir áramótin. Hann og tónlistarmaðurinn Damien Rice bönkuðu óvænt upp á hjá handboltakappanum Ólafi Stefánssyni og fjölskyldu í gærkvöldi.

Einkaþota Bono lenti á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í gær. Með í föru voru fjölskylda hans og vinir.

Eftir að hafa skoðað íslenska náttúru í þyrluflugi snæddi hópurinn á Dill í Norræna húsinu en þaðan hélt rokkarinn upp á Skólavörðuholt.

Bono fagnaði nýju ári við Hallgrímskirkju en því næst bankaði hann óvænt upp á í áramótiteiti hjá Ólafi Stefánssyni handboltahetju á Sjafnargötunni. Bono heillaðist af grímum gesta, sem voru af bresku konungsfjölskyldunni, en tónlistarmaðurinn Damien Rice tók þessar myndir. Að sögn Einars Þorsteinssonar, mágs Ólafs, bankaði Bono upp á þegar hann sá gestina með grímurnar gegnum stofuglugga sem snýr að götunni. Bono, sem þekkti engan í veislunni, sat fyrir á myndum, en gaf sér ekki tíma í spjall og var skömmu síðar horfinn út í nóttina.

Fréttir af dvöl Bono hér vöktu mikla athygli og vafalaust hefur lagið New Years Day með U2 ómað í áramótateitum vítt og breitt um landið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.