Eiki keppir á X-Games Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2014 13:31 mynd/úr einkasafni Snjóbrettakappinn Eiríkur Helgason tekur þátt í X-Games Real Snow myndbandakeppninni í ár, sem sýnd er af ESPN. Átta snjóbrettakappar sendu mínútu löng myndbönd inn í keppnina og áhorfendur kjósa svo um myndböndin og dómarar velja þau bestu. Myndböndin þurfti að taka upp í þéttbýli og ganga þau mikið út á að renna niður handrið og á veggjum. „Þetta er mest tekið upp á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. Um leið og snjórinn kom fyrir sunnan þá fórum við þangað,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Eiríkur fékk tæpa tvo mánuði til að gera myndbandið og byrjuðu tökurnar um miðjan nóvember og var lokið 21. desember. „Það er mjög stuttur tími. Við lentum líka í smá veseni með snjó, þar sem það var mjög kalt á Akureyri og það varð allt að klaka fyrstu dagana sem við ætluðum að taka upp. Það er erfitt að vinna með klakann.“ „Þetta er langstærsta myndbandskeppni sem til er og ég er mjög ánægður með að hafa komist inn í hana,“ segir Eiríkur. „Það eru valdir átta brettamenn úr heiminum hvert ár. Það er mjög gaman að hafa orðið fyrir valinu. Sjónvarpsstöðin ESPN velur þátttakendur eftir þeim myndböndum sem þeir hafa birt á árinu og þetta er mikill heiður.“ Tvær mismunandi leiðir eru til sigurs í keppninni. Önnur er að dómarar velja gull, silfur og bronsverðlaun og hin leiðin er með netkosningu. Öll verðlaun veita þátttökurétt á næsta ári sem og peningaverðlaun. „Það væri mjög ljúft að vinna keppnina og fá að keppa aftur á næsta ári.“ Eiríkur segist vera nokkuð vongóður fyrir keppnina. „Verður maður ekki að vera það, annars veit ég það ekki, öll myndböndin eru mjög góð og í raun geta allir unnið keppnina. Vonandi hef ég marga á bakvið mig heima á Íslandi og í Evrópu.“ Eiríkur er eini keppandinn frá Evrópu, en aðrir eru frá Bandaríkjunum og Kanada. Þegar horft er á myndbandið sést glögglega að svona upptökur eru ekki hættulausar. „Það er allt hættulegt, það er bara spurning hvernig maður gerir það. Ég datt nokkuð oft en það var allt í góðu.“ Í myndbandi Eiríks eru nokkur brögð sem grípa augað. „Ég er með fjögur trikk í myndbandinu sem aldrei verið gerð áður og ég vona að það komi mér langt í þessari keppni.“ Síðasta myndskeiðið í myndbandinu er nokkuð flott og fer hann í tvöfalt heljastökk utan á himinháum súrheysturni. Aðspurður hvort ekki hafi þurft margar tökur við það trikk segir hann: „Það tókst reyndar í sex tökum, en brellan á undan tók hinsvegar rétt tæplega 500 tökur yfir þrjá daga. Það er töluverð vinna við þetta og þegar maður er að reyna nýjar brellur veit maður ekki hvort þau muni virka. Ég bara reyni og vona það besta. Svo kemur kannski ein góð tilraun sem heldur manni gangandi. Þegar maður er næstum því búinn að ná því hættir maður ekki.“. Eiríkur segir Íslendinga mjög almennilega og að þeir séu alltaf tilbúnir til að hjálpa til við tökur á myndböndum. „Allt fólkið á Íslandi er svo stuðningsríkt þegar við erum að taka upp hérna á landinu. Það leyfir manni allt og hjálpar manni ef eitthvað er. Það eru allir mjög almennilegir þegar ég er að taka upp á Íslandi. Aftur á móti, þegar ég geri þetta í Bandaríkjunum er maður alltaf rekinn í burtu og fær lögguna á sig. Það eru allir svo hræddir um að fólk kæri ef það slasast.“ „Hérna á Íslandi fer ég bara og spyr og það er aldrei neitt mál. Bara drepið ykkur ekki, er svarið sem maður fær oftast,“ segir Eiríkur glettinn. „Í gegnum tíðina hafa Íslendingar hjálpað mikið til við tökur.“Myndband Eiríks og öll hin myndböndin er hægt að sjá hér. Fólk er hvatt til að skoða myndbandið og gefa Eiríki atkvæði sitt. Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Sjá meira
Snjóbrettakappinn Eiríkur Helgason tekur þátt í X-Games Real Snow myndbandakeppninni í ár, sem sýnd er af ESPN. Átta snjóbrettakappar sendu mínútu löng myndbönd inn í keppnina og áhorfendur kjósa svo um myndböndin og dómarar velja þau bestu. Myndböndin þurfti að taka upp í þéttbýli og ganga þau mikið út á að renna niður handrið og á veggjum. „Þetta er mest tekið upp á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. Um leið og snjórinn kom fyrir sunnan þá fórum við þangað,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Eiríkur fékk tæpa tvo mánuði til að gera myndbandið og byrjuðu tökurnar um miðjan nóvember og var lokið 21. desember. „Það er mjög stuttur tími. Við lentum líka í smá veseni með snjó, þar sem það var mjög kalt á Akureyri og það varð allt að klaka fyrstu dagana sem við ætluðum að taka upp. Það er erfitt að vinna með klakann.“ „Þetta er langstærsta myndbandskeppni sem til er og ég er mjög ánægður með að hafa komist inn í hana,“ segir Eiríkur. „Það eru valdir átta brettamenn úr heiminum hvert ár. Það er mjög gaman að hafa orðið fyrir valinu. Sjónvarpsstöðin ESPN velur þátttakendur eftir þeim myndböndum sem þeir hafa birt á árinu og þetta er mikill heiður.“ Tvær mismunandi leiðir eru til sigurs í keppninni. Önnur er að dómarar velja gull, silfur og bronsverðlaun og hin leiðin er með netkosningu. Öll verðlaun veita þátttökurétt á næsta ári sem og peningaverðlaun. „Það væri mjög ljúft að vinna keppnina og fá að keppa aftur á næsta ári.“ Eiríkur segist vera nokkuð vongóður fyrir keppnina. „Verður maður ekki að vera það, annars veit ég það ekki, öll myndböndin eru mjög góð og í raun geta allir unnið keppnina. Vonandi hef ég marga á bakvið mig heima á Íslandi og í Evrópu.“ Eiríkur er eini keppandinn frá Evrópu, en aðrir eru frá Bandaríkjunum og Kanada. Þegar horft er á myndbandið sést glögglega að svona upptökur eru ekki hættulausar. „Það er allt hættulegt, það er bara spurning hvernig maður gerir það. Ég datt nokkuð oft en það var allt í góðu.“ Í myndbandi Eiríks eru nokkur brögð sem grípa augað. „Ég er með fjögur trikk í myndbandinu sem aldrei verið gerð áður og ég vona að það komi mér langt í þessari keppni.“ Síðasta myndskeiðið í myndbandinu er nokkuð flott og fer hann í tvöfalt heljastökk utan á himinháum súrheysturni. Aðspurður hvort ekki hafi þurft margar tökur við það trikk segir hann: „Það tókst reyndar í sex tökum, en brellan á undan tók hinsvegar rétt tæplega 500 tökur yfir þrjá daga. Það er töluverð vinna við þetta og þegar maður er að reyna nýjar brellur veit maður ekki hvort þau muni virka. Ég bara reyni og vona það besta. Svo kemur kannski ein góð tilraun sem heldur manni gangandi. Þegar maður er næstum því búinn að ná því hættir maður ekki.“. Eiríkur segir Íslendinga mjög almennilega og að þeir séu alltaf tilbúnir til að hjálpa til við tökur á myndböndum. „Allt fólkið á Íslandi er svo stuðningsríkt þegar við erum að taka upp hérna á landinu. Það leyfir manni allt og hjálpar manni ef eitthvað er. Það eru allir mjög almennilegir þegar ég er að taka upp á Íslandi. Aftur á móti, þegar ég geri þetta í Bandaríkjunum er maður alltaf rekinn í burtu og fær lögguna á sig. Það eru allir svo hræddir um að fólk kæri ef það slasast.“ „Hérna á Íslandi fer ég bara og spyr og það er aldrei neitt mál. Bara drepið ykkur ekki, er svarið sem maður fær oftast,“ segir Eiríkur glettinn. „Í gegnum tíðina hafa Íslendingar hjálpað mikið til við tökur.“Myndband Eiríks og öll hin myndböndin er hægt að sjá hér. Fólk er hvatt til að skoða myndbandið og gefa Eiríki atkvæði sitt.
Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Sjá meira