Lífið

Fæðutegundir sem fara illa með tennurnar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kaffi skilur eftir bletti á tönnum.
Kaffi skilur eftir bletti á tönnum. Vísir/Getty
Anna Birgis á síðunni Heilsutorg fer yfir þá fæðu sem er óholl fyrir tennurnar.

Sítrusávextir

C-vítamín í appelsínum skiptir miklu máli þegar kemur að því að halda kollageninu í gómnum í góðu standi, en að borða of mikið af sítrusávöxtum getur einnig skemmt fallegt bros. Sítrónur og lime eru sérstaklega slæm, eins safar búnir til úr sítrusávöxtum. Þeir innihalda afar mikinn sykur.

Hvað skal gera: Eftir að hafa borðað sítrusávexti eða drukkið appelsínudjús skaltu drekka stórt glas af vatni og skola munninn í leiðinni með vatni. Eftir 20 mínútur er í lagi að bursta tennurnar. Þetta má ekki liggja of lengi á tönnum því þá er glerungurinn í hættu. Og alls ekki bursta beint eftir að hafa drukkið slíkan safa eða borðað sítrusávexti, þá ertu að skemma glerunginn.

Möndlur

Flestir eru óðir í möndlur, þær eru fullar af E-vítamínum og troðfullar af hollu fitunni sem okkur líkar vel og þær fylla magann vel. „Möndlur eru afar harðar undir tönn. Ef þú passar þig ekki og bítur fast niður á möndlu þá gætir þú brotið tönn,“ segir dr. Jennifer Jablow.

Hvað skal gera: Ekki kaupa poka með heilum möndlum, gríptu frekar poka með möndlum í bitum eða sneiðum.

Þurrkaðir ávextir

Þar sem allt vatn hefur verið kreist úr þeim eru þurrkaðir ávextir fullir af sykri og þeir eiga það til að festast á tönnunum. Þegar það gerist er hætta á bakteríusýkingum.

Hvað skal gera: Borðaðu þurrkaða ávexti heima við. Skolaðu munninn með vatni eftir að þú hefur borðað þurrkaða ávexti og burstaðu tennurnar 20 mínútum síðar.

Kaffi

Það er mikið magn af andoxunarefnum í kaffi, en kaffi skilur líka eftir bletti á tönnum. Þessir blettir draga að sér bakteríur.

Hvað skal gera: Það þarf ekki að drekka heilan helling á hverjum morgni til að fá þessa bletti. Það þarf bara tvo til þrjá bolla á dag. Ef þú getur ekki sleppt kaffi, prufaðu ískaffi og drekktu það í gegnum rör.

Hnetusmjör

Því miður getur hnetusmjör fest sig við tennurnar og þar af leiðandi áttu á hættu að fá skemmdir.

Hvað skal gera: Reyndu að finna hnetusmjör sem hefur engan viðbættan sykur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.