„Bróðir minn er nefnilega manneskja, ekki fylgihlutur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júní 2014 15:30 mynd/ Daníel/ skjáskot af síðunni freyjur.is „Silja, hann er algjör hommi og nenniru bara að sætta þig við það. Segðu það bara, hann ER hommi!,“ svona hefst grein sem Silja Björk Björnsdóttir, skrifar á síðunni Freyjur. Greinin er undir yfirskriftinni „Ég er sko vinur þinn, langbesti homminn þinn“. Í greininni talar Silja um tímann þegar hún var nýbyrjuð í menntaskóla og allir sögðu við hana að uppeldisbróðir hennar væri samkynhneigður. „Öllum fannst hann svo hommalegur að fásinna var að ég neitaði að viðurkenna kynhneigð hans. Þó alltaf hafi læðst að mér sá grunur að hann væri í raun og veru hommi, allt frá því klæddum okkur í prinsessukjóla sem börn og hann klippti út plagggöt af Birgittu Haukdal,“ segir Silja en hún tók meðvitaða ákvörðun að segja aldrei neitt við vin sinn um kynhneigð hans nema hann myndi segja það sjálfur. Einn daginn fékk Silja síðan sent sms frá vini sínum og eftir það var það orðið ljóst, hann var samkynhneigður. „Ég taldi okkur búa í jákvæðu, opnu samfélagi þar sem fordómar fyrir samkynhneigðum færu snarminnkandi, þó við þeim væri að búast. Og jú, við tók tímabil af „Vá ókei ertu hommi? En frábært fyrir þig ég meina ef þú vilt setja typpi í rass þá er það bara alveg þitt, ég meina ég styð sko alveg samkynhneigða“ samtölum í partýum.“ Það sem kom Silju mest á óvart var var sú staðalímynd sem bróðir hennar var settur í.Stoltar hommahækjur „Skyndilega eftir að hann steig útúr skápnum stóra helltist yfir hann hafalda af stúlkum sem þráðu ekkert heitar en að eiga homma fyrir besta vin. Stelpur sem ólust upp við samkynhneigða karlmenn sem fylgihluti kvenna og titluðu sig stoltar „hommahækjur“. Silja segir að oft hafi stelpur komið upp að henni og spurt hvort það væri ekki dásamlegt að eiga samkynhneigðan besta vin og bróður. „Ég horfði á stelpurnar og sagði þeim að ég meti verðugleika bróðir míns fleiru en hverjum hann kýs að sofa hjá og hann nenni eiginlega aldrei með mér að versla. Þá urðu þær alveg hvumsa, eins og ég væri ekki að fullnýta réttindi mín sem besta vinkona hans.“ Silja segir að það varði hana ekkert um það hvort bróðir hennar sé samkynhneigður, bara að hann sé hamingjusamur. „Ég veit af eigin reynslu að til eru stelpur sem enn ráfa um í eirðarleysi og leita að þessu sérstaka sambandi sem hvergi er til nema á öldum ljósvakans,“ segir Silja í greininni og bendir einnig á að kynhneigð fólk sé ekki eitthvað sem eigi að skilgreina persónu þeirra. Silja segir að hún hafi oft verið í partýum og heyrt:„Hvers vegna geta ekki allir hommar bara verið eins og hann, bara venjulegir strákar? Ég meika ekki svona glyshomma eins og þennan.“ Þá hafi hún reiðst mikið og svara: „Vegna þess að samkynhneigt fólk er líka .... fólk eins og þú, mismunandi og fjölbreytt.“ Silja segist ekki hafa trúað því að hún væri að útskýra eðli manneskjunnar fyrir fullorðnum karlmönnum árið 2014. „Hversu oft hefur þú farið í almenningslaug án þess að hafa nokkra hugmynd um persónulegt einkalíf þeirra sem þú sturtar þig með? Er erfitt að átta sig á því að samkynhneigð og gagnkynhneigð eru tveir greinar á sama tré? Silja segir að samband hennar við bróður sinn byggist ekki á því að hann sé hommavinur hennar. „Við lendum í endalausum ævintýrum eins og vinum ber og snýst samband okkar ekki nærfatamátanir, Cosmodrykkju og slúður. Bróðir minn er nefnilega manneskja, ekki fylgihlutur.“ Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Sjá meira
„Silja, hann er algjör hommi og nenniru bara að sætta þig við það. Segðu það bara, hann ER hommi!,“ svona hefst grein sem Silja Björk Björnsdóttir, skrifar á síðunni Freyjur. Greinin er undir yfirskriftinni „Ég er sko vinur þinn, langbesti homminn þinn“. Í greininni talar Silja um tímann þegar hún var nýbyrjuð í menntaskóla og allir sögðu við hana að uppeldisbróðir hennar væri samkynhneigður. „Öllum fannst hann svo hommalegur að fásinna var að ég neitaði að viðurkenna kynhneigð hans. Þó alltaf hafi læðst að mér sá grunur að hann væri í raun og veru hommi, allt frá því klæddum okkur í prinsessukjóla sem börn og hann klippti út plagggöt af Birgittu Haukdal,“ segir Silja en hún tók meðvitaða ákvörðun að segja aldrei neitt við vin sinn um kynhneigð hans nema hann myndi segja það sjálfur. Einn daginn fékk Silja síðan sent sms frá vini sínum og eftir það var það orðið ljóst, hann var samkynhneigður. „Ég taldi okkur búa í jákvæðu, opnu samfélagi þar sem fordómar fyrir samkynhneigðum færu snarminnkandi, þó við þeim væri að búast. Og jú, við tók tímabil af „Vá ókei ertu hommi? En frábært fyrir þig ég meina ef þú vilt setja typpi í rass þá er það bara alveg þitt, ég meina ég styð sko alveg samkynhneigða“ samtölum í partýum.“ Það sem kom Silju mest á óvart var var sú staðalímynd sem bróðir hennar var settur í.Stoltar hommahækjur „Skyndilega eftir að hann steig útúr skápnum stóra helltist yfir hann hafalda af stúlkum sem þráðu ekkert heitar en að eiga homma fyrir besta vin. Stelpur sem ólust upp við samkynhneigða karlmenn sem fylgihluti kvenna og titluðu sig stoltar „hommahækjur“. Silja segir að oft hafi stelpur komið upp að henni og spurt hvort það væri ekki dásamlegt að eiga samkynhneigðan besta vin og bróður. „Ég horfði á stelpurnar og sagði þeim að ég meti verðugleika bróðir míns fleiru en hverjum hann kýs að sofa hjá og hann nenni eiginlega aldrei með mér að versla. Þá urðu þær alveg hvumsa, eins og ég væri ekki að fullnýta réttindi mín sem besta vinkona hans.“ Silja segir að það varði hana ekkert um það hvort bróðir hennar sé samkynhneigður, bara að hann sé hamingjusamur. „Ég veit af eigin reynslu að til eru stelpur sem enn ráfa um í eirðarleysi og leita að þessu sérstaka sambandi sem hvergi er til nema á öldum ljósvakans,“ segir Silja í greininni og bendir einnig á að kynhneigð fólk sé ekki eitthvað sem eigi að skilgreina persónu þeirra. Silja segir að hún hafi oft verið í partýum og heyrt:„Hvers vegna geta ekki allir hommar bara verið eins og hann, bara venjulegir strákar? Ég meika ekki svona glyshomma eins og þennan.“ Þá hafi hún reiðst mikið og svara: „Vegna þess að samkynhneigt fólk er líka .... fólk eins og þú, mismunandi og fjölbreytt.“ Silja segist ekki hafa trúað því að hún væri að útskýra eðli manneskjunnar fyrir fullorðnum karlmönnum árið 2014. „Hversu oft hefur þú farið í almenningslaug án þess að hafa nokkra hugmynd um persónulegt einkalíf þeirra sem þú sturtar þig með? Er erfitt að átta sig á því að samkynhneigð og gagnkynhneigð eru tveir greinar á sama tré? Silja segir að samband hennar við bróður sinn byggist ekki á því að hann sé hommavinur hennar. „Við lendum í endalausum ævintýrum eins og vinum ber og snýst samband okkar ekki nærfatamátanir, Cosmodrykkju og slúður. Bróðir minn er nefnilega manneskja, ekki fylgihlutur.“
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Sjá meira