Lífið

Brjóstagjöf á ekki að vera tabú

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Jaime King birti fallega mynd af sér á Instagram að gefa syni sínum, James Kinght, brjóst um helgina.

Á myndinni liggur Jaime uppí rúmi með hundinum sínum og James.

„#JamesKnight er núna átta mánaða gamall! Þetta eru stundirnar sem móðir lifir fyrir,“ skrifar Jaime og bætir við:

„Brjóstagjöf á ekki að vera tabú - pelagjafir eiga ekki að vera dæmdar - þetta er allt gaman fyrir alla fjölskylduna.“

Jaime er ekki fyrsta stjarnan til að birta mynd af sér gefa brjóst á Instagram en ofurfyrirsætan Natalia Vodianova gerði slíkt hið sama fyrir stuttu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.