Lífið

Hinsegin vetrarhátíð í þriðja sinn

Á Grímuballinu Hannes og Birna, eigendur Pink Iceland.
Á Grímuballinu Hannes og Birna, eigendur Pink Iceland. MYND/Leifur Orrason
Um helgina er vetrarhátíðin Rainbow Reykjavik haldin í þriðja sinn.

Hátt í 60 erlendir gestir eru komnir til að taka þátt, og stendur hátíðin fram á laugardag þegar henni lýkur með risastóru lokapartíi. Páll Óskar þeytir þar skífum og tekur nokkur af eigin lögum.

„Það er öllum velkomið að kaupa sig inn á staka viðburði og við hvetjum auðvitað fólk til að mæta og taka þátt því þetta er alveg frábær leið til að lyfta sér upp í skammdeginu og kynnast nýju fólki,“ segir Hannes Páll Pálsson en hann er einn eigenda ferðaskrifstofunnar Pink Iceland sem er á meðal þeirra sem standa fyrir hátíðinni.

Dagurinn í dag hefst á útsýnisferð um Reykjavík. 

„Þar verður borgin skoðuð í vetrarskrúðanum. Í kvöld munum við svo standa fyrir svokölluðu dinner and divas-kvöldi sem er hlaðborð og kabarett í senn. Á laugardaginn skoðum við Gullfoss og Geysi og um kvöldið er auðvitað aðaldagskrárliðurinn, sjálfur grímudansleikurinn í Iðnó. Það verður lokahnykkur hátíðarinnar en um er að ræða eitt stærsta hinseginball ársins.“ 

Dansleikurinn hefst klukkan hálf ellefu á laugardagskvöldið og eru partígestir hvattir til að mæta í fullum skrúða, en verðlaun verða veitt fyrir bestu grímuna og besta búninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.