Innlent

Fimm sluppu þegar bíll fór út af

Gissur Sigurðsson skrifar
Ökumaður og fjórir farþegar sluppu lítið meiddir þegar fólksbíll þeirra fór útaf veginum í grennd við Húsafell í gærkvöldi. Allir voru fluttir á Heilsustofnun Vesturlands í Borgarnesi til aðhlynningar. Bíllinn skemmdist mikið, en mikil ísing hafði myndast á veginum skömmu áður en slysið varð, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×