Telja að verið sé að bregðast við neyðarástandi á húsnæðis- og leigumarkaði Stefán Árni Pálsson skrifar 18. janúar 2014 14:40 Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi senda frá sér ályktun. visir/pjetur Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi hafa sent frá sér ályktun þar sem stuðningur við nýlega samþykkt bæjarstjórnar Kópavogs er ítrekaður. Á þriðjudaginn var tillaga Samfylkingar, Vinstri Grænna og NæstBesta flokks samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um að kaupa nú þegar 30-40 íbúðir víðsvegar í bænum auk byggingu tveggja fjölbýlishúsa. Í fréttatilkynningu frá bæjarfulltrúum Samfylkingar segir að vegna neyðarástands sem ríki á húsnæðismarkaði hafi tillagan verið sett fram. Mæta þurfi vanda þeirra sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda í húsnæðismálum. Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að hefja nú þegar undirbúning að byggingu tveggja fjölbýlishúsa með leiguíbúðum. Að tillögunni stóðu bæjarfulltrúar minnihlutans með stuðningi Gunnars I. Birgissonar en bæjarfulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Y-lista greiddu atkvæði gegn henni, að undanskyldum Gunnari Birgissyni.Hér að neðan má lesa ályktunina: Rannveig – Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi fagna því að bæjarstjórn Kópavogs hafi samþykkt kaup og byggingu íbúða til útleigu og félagslegrar úthlutunar. Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi telja að með þessu sé verið að bregðast við neyðarástandi á húsnæðis- og leigumarkaði. Skortur er á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og útspil Kópavogsbæjar á að þjóna sem fyrirmynd að útspili annarra sveitafélaga til að vinna bug á vanda leigumarkaðarins. Vísitala leiguverðs hefur hækkað um 30% á síðastliðnum þremur árum á meðan að vísitala neysluverðs hefur ekki hækkað með sambærilegum hætti. Þá höfnum við því að samþykktin sé ábyrgðarlaus. Samþykktin er ekki útfærð fjárhagslega og hlutverk bæjarstjórnar að finna úrlausn á því. Það er því eintómt lýðskrum að halda því fram að samþykktin sé óútfylltur tékki. Ennfremur minna Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi á að Samfylkingin í Kópavogi lagði upp með uppbyggingu á leiguhúsnæði með þessum hætti í aðdraganda kosninganna 2010. Því er það æskilegt að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar skuli berjast fyrir þeim tillögum með þessum hætti. Þá vona Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi að húsnæðismálin verði sett á oddinn í kosningabaráttunni í vor, enda um eitt brýnasta hagsmunamál ungs fólks að ræða. Tengdar fréttir Gunnar Birgisson styður tillögu minnihluta um kaup á 40 eignum Í dag var tillaga Samfylkingar, Vinstri Grænna og NæstBesta flokks samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um að kaupa nú þegar 30-40 íbúðir víðsvegar í bænum. 14. janúar 2014 23:45 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi hafa sent frá sér ályktun þar sem stuðningur við nýlega samþykkt bæjarstjórnar Kópavogs er ítrekaður. Á þriðjudaginn var tillaga Samfylkingar, Vinstri Grænna og NæstBesta flokks samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um að kaupa nú þegar 30-40 íbúðir víðsvegar í bænum auk byggingu tveggja fjölbýlishúsa. Í fréttatilkynningu frá bæjarfulltrúum Samfylkingar segir að vegna neyðarástands sem ríki á húsnæðismarkaði hafi tillagan verið sett fram. Mæta þurfi vanda þeirra sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda í húsnæðismálum. Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að hefja nú þegar undirbúning að byggingu tveggja fjölbýlishúsa með leiguíbúðum. Að tillögunni stóðu bæjarfulltrúar minnihlutans með stuðningi Gunnars I. Birgissonar en bæjarfulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Y-lista greiddu atkvæði gegn henni, að undanskyldum Gunnari Birgissyni.Hér að neðan má lesa ályktunina: Rannveig – Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi fagna því að bæjarstjórn Kópavogs hafi samþykkt kaup og byggingu íbúða til útleigu og félagslegrar úthlutunar. Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi telja að með þessu sé verið að bregðast við neyðarástandi á húsnæðis- og leigumarkaði. Skortur er á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og útspil Kópavogsbæjar á að þjóna sem fyrirmynd að útspili annarra sveitafélaga til að vinna bug á vanda leigumarkaðarins. Vísitala leiguverðs hefur hækkað um 30% á síðastliðnum þremur árum á meðan að vísitala neysluverðs hefur ekki hækkað með sambærilegum hætti. Þá höfnum við því að samþykktin sé ábyrgðarlaus. Samþykktin er ekki útfærð fjárhagslega og hlutverk bæjarstjórnar að finna úrlausn á því. Það er því eintómt lýðskrum að halda því fram að samþykktin sé óútfylltur tékki. Ennfremur minna Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi á að Samfylkingin í Kópavogi lagði upp með uppbyggingu á leiguhúsnæði með þessum hætti í aðdraganda kosninganna 2010. Því er það æskilegt að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar skuli berjast fyrir þeim tillögum með þessum hætti. Þá vona Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi að húsnæðismálin verði sett á oddinn í kosningabaráttunni í vor, enda um eitt brýnasta hagsmunamál ungs fólks að ræða.
Tengdar fréttir Gunnar Birgisson styður tillögu minnihluta um kaup á 40 eignum Í dag var tillaga Samfylkingar, Vinstri Grænna og NæstBesta flokks samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um að kaupa nú þegar 30-40 íbúðir víðsvegar í bænum. 14. janúar 2014 23:45 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Gunnar Birgisson styður tillögu minnihluta um kaup á 40 eignum Í dag var tillaga Samfylkingar, Vinstri Grænna og NæstBesta flokks samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um að kaupa nú þegar 30-40 íbúðir víðsvegar í bænum. 14. janúar 2014 23:45