Erlent

Þrettán hæða bygging skotin niður á Gasa

Byggingin sem skotin var niður í nótt.
Byggingin sem skotin var niður í nótt. Vísir/AFP
Ísraelsher er enn með mikinn viðbúnað skammt frá landamærunum að Gasa þar sem skriðdrekar eru í viðbragðsstöðu ásamt farartækjum til að flytja hermenn yfir landamærin.

Egyptar hvöttu Ísraelsmenn og Palestínumenn í gær til að snúa aftur að samningaborði en átök héldu áfram þrátt fyrir það með loftárásum Ísraelsmanna, sem meðal annars gjöreyðilögðu 13 hæða íbúðarhús í Gazaborg. Sautján manns særðust í árásinni.

Ísraelsher segir að stjórnstöð Hamas-liða hafi verið til í húsinu en Palestínumenn segja að 44 fjölskyldur hafi búið í húsinu. Palestínumenn hafa einnig skotið eldflaugum yfir til Ísraels í morgun, m.a. á borgina Beersheba þar sem tveir menn særðust að sögn lögreglu. Þá var að minnsta ksoti tveimur eldflaugum skotið yfir til Ísraels frá Líbanon, en ekki liggur fyrir hverjir skutu þeim eldflaugum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.