Lífið

Þjófurinn skráði leikarann á stefnumótasíður

Rupert sést hér með meðleikurum sínum í Harry Potter.
Rupert sést hér með meðleikurum sínum í Harry Potter.
Harry Potter-leikarinn, Rupert Grint, komst að því nýverið að þjófur sem stolið hafði kreditkortinu hans hafði skráð leikarann inn á fjölda stefnumótasíða. „Mér er í raun og veru alveg sama um peninga en það er óþægilegt þegar kortinu manns er stolið. Gaurinn sem það gerði skráði mig á fullt af stefnumótasíðum og ég fékk endalaus skilaboð,“ sagði leikarinn í viðtali við Daily Star.

Hinn 25 ára Rupert þarf þó ekki aðstoð í ástarlífinu en hann hefur verið að hitta ónafngreinda stúlku frá því í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.