Draumaskápurinn tilbúinn Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. maí 2014 09:00 Ari Jónsson stendur hér stoltur við skápinn fagra. vísir/stefán „Ég vildi nú bara fríska upp á stofuna heima og vildi smíða eitthvað sem ég kæmi fyrir heima,“ segir hinn þrítugi Ari Jónsson, nemi í húsgagnasmíði við Tækniskólann, en hann kláraði nýverið við smíði á einstökum skáp. Um er að ræða skáp sem Ari hannaði frá a til ö. „Ég teiknaði hann alveg frá grunni og hef unnið í honum alla önnina. Ég er mjög sáttur við útkomuna,“ bætir Ari við. Skápurinn, sem smíðaður er úr hnotu, inniheldur plötuspilara, tvo hátalara, magnara, hólf fyrir hljómplötur og þá er skápurinn einnig skreyttur með led-lýsingu. „Það er glertoppur sem liggur ofan á plötuspilaranum og á bak við hann er ég með lýsingu. Lýsing stýrist þó ekki af tónlistinni, þetta er enginn diskóskápur,“ segir Ari léttur í lundu. Eftir jól fór Ari að leggja höfuðið í bleyti hvað hann skyldi smíða sem lokaverkefni og eftir smá hugsun var haldið af stað í skápasmíðina. Skápurinn er 120 sentímetrar á breidd, 39 sentímetra djúpur og 96 sentímetrar á hæð. Hann hefur ekki í hyggju að selja skápinn.drauma húsgagn „Þetta er verðmætur skápur sem ég ætla ekki að láta frá mér. Það fór mikil vinna í hann og efnið í hann kostar mikla peninga. Hann hefur mikið persónulegt gildi fyrir mig.“ Ari er mikill tónlistarunnandi og er því sáttur að geta nýtt hlutinn vel. „Ég hlusta mikið á tónlist og á mikið af plötum og á skápurinn því vel við.“ Í námi sínu hefur hann smíðað margt sem hann á í dag eins og vínskáp og hægindastól. En hvað tekur við eftir námið? „Nú er ég bara að reyna að komast á samning áður en maður fer í sveinsprófið,“ bætir Ari við. Hann langar að starfa sem húsgagnasmiður í framtíðinni og er þetta líklega ekki síðasti skápurinn sem Ari smíðar um ævina. Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Sjá meira
„Ég vildi nú bara fríska upp á stofuna heima og vildi smíða eitthvað sem ég kæmi fyrir heima,“ segir hinn þrítugi Ari Jónsson, nemi í húsgagnasmíði við Tækniskólann, en hann kláraði nýverið við smíði á einstökum skáp. Um er að ræða skáp sem Ari hannaði frá a til ö. „Ég teiknaði hann alveg frá grunni og hef unnið í honum alla önnina. Ég er mjög sáttur við útkomuna,“ bætir Ari við. Skápurinn, sem smíðaður er úr hnotu, inniheldur plötuspilara, tvo hátalara, magnara, hólf fyrir hljómplötur og þá er skápurinn einnig skreyttur með led-lýsingu. „Það er glertoppur sem liggur ofan á plötuspilaranum og á bak við hann er ég með lýsingu. Lýsing stýrist þó ekki af tónlistinni, þetta er enginn diskóskápur,“ segir Ari léttur í lundu. Eftir jól fór Ari að leggja höfuðið í bleyti hvað hann skyldi smíða sem lokaverkefni og eftir smá hugsun var haldið af stað í skápasmíðina. Skápurinn er 120 sentímetrar á breidd, 39 sentímetra djúpur og 96 sentímetrar á hæð. Hann hefur ekki í hyggju að selja skápinn.drauma húsgagn „Þetta er verðmætur skápur sem ég ætla ekki að láta frá mér. Það fór mikil vinna í hann og efnið í hann kostar mikla peninga. Hann hefur mikið persónulegt gildi fyrir mig.“ Ari er mikill tónlistarunnandi og er því sáttur að geta nýtt hlutinn vel. „Ég hlusta mikið á tónlist og á mikið af plötum og á skápurinn því vel við.“ Í námi sínu hefur hann smíðað margt sem hann á í dag eins og vínskáp og hægindastól. En hvað tekur við eftir námið? „Nú er ég bara að reyna að komast á samning áður en maður fer í sveinsprófið,“ bætir Ari við. Hann langar að starfa sem húsgagnasmiður í framtíðinni og er þetta líklega ekki síðasti skápurinn sem Ari smíðar um ævina.
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Sjá meira