Félagarnir Hjálmar Örn Jóhannsson og Sigurður Hannes Ásgeirsson standa á bak við grínþættina Háska, sem sýndir verða hér á Vísi á næstu vikum.
Háski fjalla um misheppnaða rannsóknarblaðamanninn Hjálmar sem verður sjaldnast ágengt þar sem hann veður áfram af eigingirni, fáfræði og leti.
Í fjórða þætti af Háska heldur leitin að sannleikanum áfram þar sem Hjálmar ætlar sér að kafa í málefni heimilislausra.
Verkefnið fer illa af stað þegar Hjálmar tekur á móti Birgittu Jónsdóttur alþingismanni og lendir í vandræðum rétt fyrir viðtalið. Hann lendir síðan upp á kant við útigangsmann sem hann ætlar að taka viðtal við.
Eins og áður draga þessi atriði úr sannleiksþorsta Hjálmars og verður því minna úr þættinum en fyrst var lagt upp með.

