Palli einn í heiminum Valgerður Bjarnadóttir skrifar 14. október 2014 07:00 Einungis 17% heilbrigðisnemenda við Háskóla Íslands sem stunda verknám við Landspítalann geta hugsað sér Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað og rúmur helmingur hefur íhugað að flytjast erlendis strax að loknu námi. Þá hafa aðeins 7% verknámsnemenda jákvætt viðhorf til heilbrigðismála. Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar Sviðsráðs heilbrigðisvísindasviðs SHÍ sem ætlað var að kanna viðhorf nemenda í verknámi við Landspítalann. Þátttaka í könnuninni var góð og var svarhlutfall 70%. Niðurstöður þessar eru sláandi og á sama tíma grafalvarlegar þar sem þær endurspegla mikla óánægju nemenda með íslenskt heilbrigðiskerfi. Núverandi þróun er sú að heilbrigðisstarfsfólk leitar í auknum mæli í vinnu erlendis þar sem því bjóðast betri vinnuaðstæður, mannsæmandi vinnuálag og margfalt hærri laun. Mannekla er nú þegar stórt vandamál á Landspítalanum þar sem heilbrigðisstéttir eru að eldast og ekki nóg af nýútskrifuðu fólki á landinu til að taka við keflinu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar virðist sem enginn viðsnúningur muni verða á þessari þróun. Það gefur því auga leið að bæta þarf heilbrigðiskerfið en það hefur verið fjársvelt í fjölda ára eins og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur margsinnis bent á. Vandamálið liggur ekki í ævintýraþrá heilbrigðisnema og starfsfólks, að það vilji yfir höfuð ekki búa á Íslandi. Heilbrigðisnemar hafa margir löngun til að starfa á Íslandi en bágt ástand heilbrigðiskerfisins útilokar nánast þann möguleika. Það hefur enginn áhuga á að vinna við ómannlegt álag sem slítur bæði líkama og sál. Það vill enginn þurfa að vinna undir getu vegna bágra aðstæðna. Þá er mörgum beinlínis ómögulegt að sætta sig við margfalt lægri laun en önnur lönd bjóða upp á. Sumir hafa stofnað fjölskyldu sem þarf að sjá fyrir auk þess sem löngu háskólanámi geta fylgt miklar skuldir sem þarf að borga af. Það er alvarlegt mál að ástand íslensks heilbrigðiskerfis sé svo slæmt að nemendur sem hafa kynnst því geti ekki hugsað sér að starfa þar í framtíðinni. Þátttakendur könnunarinnar eru framtíð íslensks heilbrigðiskerfis og hún virðist vera ótryggð. Þótt miklar tækniframfarir hafi orðið, gildir það enn að Landspítalinn er ekkert án fólksins sem starfar á honum. Með áframhaldandi aðgerðaleysi stjórnvalda margfaldast vandamálið og erfiðara verður að uppræta það. Ef ekkert er að gert er hætt við að það verði ansi tómlegt á sveppaþöktum göngum Landspítalans í framtíðinni. Þá er hætta á að Palli verði einn í heiminum.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Vits er þörf 11. október 2014 11:30 Falin skólagjöld Háskóla Íslands 12. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN 10. október 2014 07:00 Samstaða um LÍN 13. október 2014 11:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Mest lesið Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Einungis 17% heilbrigðisnemenda við Háskóla Íslands sem stunda verknám við Landspítalann geta hugsað sér Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað og rúmur helmingur hefur íhugað að flytjast erlendis strax að loknu námi. Þá hafa aðeins 7% verknámsnemenda jákvætt viðhorf til heilbrigðismála. Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar Sviðsráðs heilbrigðisvísindasviðs SHÍ sem ætlað var að kanna viðhorf nemenda í verknámi við Landspítalann. Þátttaka í könnuninni var góð og var svarhlutfall 70%. Niðurstöður þessar eru sláandi og á sama tíma grafalvarlegar þar sem þær endurspegla mikla óánægju nemenda með íslenskt heilbrigðiskerfi. Núverandi þróun er sú að heilbrigðisstarfsfólk leitar í auknum mæli í vinnu erlendis þar sem því bjóðast betri vinnuaðstæður, mannsæmandi vinnuálag og margfalt hærri laun. Mannekla er nú þegar stórt vandamál á Landspítalanum þar sem heilbrigðisstéttir eru að eldast og ekki nóg af nýútskrifuðu fólki á landinu til að taka við keflinu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar virðist sem enginn viðsnúningur muni verða á þessari þróun. Það gefur því auga leið að bæta þarf heilbrigðiskerfið en það hefur verið fjársvelt í fjölda ára eins og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur margsinnis bent á. Vandamálið liggur ekki í ævintýraþrá heilbrigðisnema og starfsfólks, að það vilji yfir höfuð ekki búa á Íslandi. Heilbrigðisnemar hafa margir löngun til að starfa á Íslandi en bágt ástand heilbrigðiskerfisins útilokar nánast þann möguleika. Það hefur enginn áhuga á að vinna við ómannlegt álag sem slítur bæði líkama og sál. Það vill enginn þurfa að vinna undir getu vegna bágra aðstæðna. Þá er mörgum beinlínis ómögulegt að sætta sig við margfalt lægri laun en önnur lönd bjóða upp á. Sumir hafa stofnað fjölskyldu sem þarf að sjá fyrir auk þess sem löngu háskólanámi geta fylgt miklar skuldir sem þarf að borga af. Það er alvarlegt mál að ástand íslensks heilbrigðiskerfis sé svo slæmt að nemendur sem hafa kynnst því geti ekki hugsað sér að starfa þar í framtíðinni. Þátttakendur könnunarinnar eru framtíð íslensks heilbrigðiskerfis og hún virðist vera ótryggð. Þótt miklar tækniframfarir hafi orðið, gildir það enn að Landspítalinn er ekkert án fólksins sem starfar á honum. Með áframhaldandi aðgerðaleysi stjórnvalda margfaldast vandamálið og erfiðara verður að uppræta það. Ef ekkert er að gert er hætt við að það verði ansi tómlegt á sveppaþöktum göngum Landspítalans í framtíðinni. Þá er hætta á að Palli verði einn í heiminum.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun