Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Álfrún Pálsdóttir skrifar 17. maí 2014 10:30 Ástríður Magnúsdóttir rifjar upp sögur tengdar fatnaði móður sinnar, frú Vigdísar Finnbogadóttur, er hún verður með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin, frú forseti? á morgun. Vísir/Gva „Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í undirbúningi sýningarinnar og það ferli var afar lærdómsríkt. Skemmtilegt var að vinna góðu teymi fólks og móður minni, taka við hana viðtöl sem tengdust fatnaði frá forsetatíð hennar og fram spruttu margar minningar, skemmtilegar sögur og fróðleikskorn,“ segir Ástríður Magnúsdóttir, dóttir frú Vigdísar Finnbogadóttur, sem verður með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin, frú forseti? á morgun, á Alþjóðasafnadaginn, á Hönnunarsafni Íslands. Fatnaður Vigdísar leikur lykilhlutverk í sýningunni en hann var mikilvægur í ímyndarsköpun forsetans. Það sem mótaði persónulegan stíl Vigdísar var Parísardvöl hennar, leikhúslífið og að lokum diplómatískar hefðir. Þegar hún tók við embætti forseta Íslands árið 1980 stóð Vigdís frammi fyrir því að skapa hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Ástríður, sem er meistaranemi í listfræði og í sýningarnefnd sýningarinnar, var sjö ára þegar móðir hennar varð forseti og ætlar að rifja upp skemmtilegar sögur í leiðsögninni. „Eins og til dæmis þegar hún þurfti að fara um borð í þyrlu á Grænlandi í skautbúningi og hversu mikinn tíma það gat oft tekið að hengja utan á fínu silkikjólana orður og aðra fylgihluti sem tilheyrðu embættinu. Sagan þegar skórnir gleymdust á 17. hæð á Imperial-hótelinu í Japan og hún var komin hálfa leið niður á töfflunum að hitta keisarann. Þá voru góð ráð dýr.“ Ástríður segist afar stolt af móður sinni og það aukist bara eftir því sem hún kafar dýpra í feril hennar, líf, boðskap og gjörðir. „Hún er brautryðjandi á mörgum sviðum, fyrsta konan til að vera kosin þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum og einnig fyrsta íslenska einhleypa konan til að fá leyfi til að ættleiða barn,“ segir Ástríður en sýningin sjálf stendur til 5. október. Leiðsögnin er á morgun, sunnudag, og hefst klukkan 14. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
„Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í undirbúningi sýningarinnar og það ferli var afar lærdómsríkt. Skemmtilegt var að vinna góðu teymi fólks og móður minni, taka við hana viðtöl sem tengdust fatnaði frá forsetatíð hennar og fram spruttu margar minningar, skemmtilegar sögur og fróðleikskorn,“ segir Ástríður Magnúsdóttir, dóttir frú Vigdísar Finnbogadóttur, sem verður með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin, frú forseti? á morgun, á Alþjóðasafnadaginn, á Hönnunarsafni Íslands. Fatnaður Vigdísar leikur lykilhlutverk í sýningunni en hann var mikilvægur í ímyndarsköpun forsetans. Það sem mótaði persónulegan stíl Vigdísar var Parísardvöl hennar, leikhúslífið og að lokum diplómatískar hefðir. Þegar hún tók við embætti forseta Íslands árið 1980 stóð Vigdís frammi fyrir því að skapa hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Ástríður, sem er meistaranemi í listfræði og í sýningarnefnd sýningarinnar, var sjö ára þegar móðir hennar varð forseti og ætlar að rifja upp skemmtilegar sögur í leiðsögninni. „Eins og til dæmis þegar hún þurfti að fara um borð í þyrlu á Grænlandi í skautbúningi og hversu mikinn tíma það gat oft tekið að hengja utan á fínu silkikjólana orður og aðra fylgihluti sem tilheyrðu embættinu. Sagan þegar skórnir gleymdust á 17. hæð á Imperial-hótelinu í Japan og hún var komin hálfa leið niður á töfflunum að hitta keisarann. Þá voru góð ráð dýr.“ Ástríður segist afar stolt af móður sinni og það aukist bara eftir því sem hún kafar dýpra í feril hennar, líf, boðskap og gjörðir. „Hún er brautryðjandi á mörgum sviðum, fyrsta konan til að vera kosin þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum og einnig fyrsta íslenska einhleypa konan til að fá leyfi til að ættleiða barn,“ segir Ástríður en sýningin sjálf stendur til 5. október. Leiðsögnin er á morgun, sunnudag, og hefst klukkan 14.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira