Boðað yfirvinnubann flugfreyja hjá Icelandair hefst klukkan sex á morgun. Óvíst er hvaða áhrif bannið hefur.
Á hverjum tíma er ákveðinn hópur á vakt og á bakvakt eru nokkrir sem eiga að hlaupa í skarðið ef forföll verða. Forfallist fleiri en eru á bakvakt getur það orðið til þess að fella þurfi niður flug. Sáttfundur var í deilunni gær og var hann árangurslaus. Næsti fundur er boðaður 22. maí.
Varaformaður Flugfreyjufélags Íslands segir að það beri mikið í milli í deilunni.
