Rodgers hefur veðjað á marga ranga hesta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. desember 2014 06:00 Brendan Rodgers þarf að gera betur á félagaskiptamarkaðnum. vísir/getty Þrátt fyrir að hafa keypt leikmenn fyrir 41,5 milljarða króna síðan hann kom til Liverpool virðist Brendan Rodgers ekki vera á réttri leið með liðið. Það er úr leik í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa lent í afar auðveldum riðli. Eini sigurinn í riðlinum kom á heimavelli gegn Ludogorets sem telst seint vera í hópi sterkustu liða Evrópu. Sigurmark Liverpool í leiknum kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Ekki beint sannfærandi. Liverpool fékk tækifæri til þess að komast áfram. Það sem til þurfti var heimasigur gegn svissneska liðinu Basel sem hefur ekki verið eins veikt í áraraðir. Var rifjað upp í aðdraganda leiksins hvernig Steven Gerrard bjargaði Liverpool tíu árum áður í sömu stöðu í leik gegn Olympiakos.Kaupin hjá Rodgers - góð og slæm.grafík/MagnúsÍ ljós kom að lítið hefur breyst á þessum tíu árum. Liðið er enn allt of háð Gerrard sem er ekki sami leikmaðurinn og hann var fyrir tíu árum. Engu að síður var hann nálægt því að bjarga sínum mönnum í leiknum. Liverpool varð í öðru sæti ensku deildarinnar á síðustu leiktíð og í raun aðeins einni „dettu“ frá meistaratitlinum að margra mati. Þá héldu margir að fram undan væru bettri tíð með blóm í haga. Liðið komið aftur í Meistaradeildina með ungan, spennandi stjóra og fullt af frambærilegum leikmönnum.Suarez var of mikilvægur Liverpool seldi sinn besta mann frá síðasta tímabili, Luis Suarez, fyrir 75 milljónir punda og keypti í staðinn eina átta leikmenn. Liverpool eyddi þrátt fyrir það aðeins 33 milljónum punda meira í leikmenn en þeir seldu í sumar. Að missa Suarez var meira en liðið réð við. Hann halaði oft inn stig upp á eigin spýtur en það hefur enginn tekið við keflinu. Allir þeir leikmenn sem síðan voru keyptir til félagsins í sumar hafa valdið gríðarlegum vonbrigðum. Gerrard hefur síðan gefið mikið eftir og þá virðist ákaflega lítið vera eftir.Úr hetju í skúrk Liðið er á leið í Evrópudeildina eftir sneypuförina í deild þeirra bestu og situr aðeins í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er heilum fimmtán stigum á eftir toppliði Chelsea eftir aðeins fimmtán umferðir. Aðeins nokkrum mánuðum eftir að Brendan Rodgers var hampað sem kraftaverkamanni eru menn farnir að efast um stjórnunarhæfileika hans. Hann þykir ekki hafa staðið sig vel á leikmannamarkaðnum og hefur einnig verið gagnrýndur fyrir stjórnun á hliðarlínunni í vetur. Nú síðast í leiknum gegn Basel. Vegurinn er ekki langur frá því að vera hetja og í að vera skúrkur. Það er Rodgers að upplifa og hann hefur sjálfur viðurkennt að starf hans gæti verið í hættu. Það verður verk stjórnarmanna félagsins á næstu misserum að vega og meta hvort sé betra fyrir félagið. Að halda tryggð við Rodgers, og hans uppbyggingu, eða sparka honum og byrja upp á nýtt með nýjum manni. Enski boltinn Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa keypt leikmenn fyrir 41,5 milljarða króna síðan hann kom til Liverpool virðist Brendan Rodgers ekki vera á réttri leið með liðið. Það er úr leik í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa lent í afar auðveldum riðli. Eini sigurinn í riðlinum kom á heimavelli gegn Ludogorets sem telst seint vera í hópi sterkustu liða Evrópu. Sigurmark Liverpool í leiknum kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Ekki beint sannfærandi. Liverpool fékk tækifæri til þess að komast áfram. Það sem til þurfti var heimasigur gegn svissneska liðinu Basel sem hefur ekki verið eins veikt í áraraðir. Var rifjað upp í aðdraganda leiksins hvernig Steven Gerrard bjargaði Liverpool tíu árum áður í sömu stöðu í leik gegn Olympiakos.Kaupin hjá Rodgers - góð og slæm.grafík/MagnúsÍ ljós kom að lítið hefur breyst á þessum tíu árum. Liðið er enn allt of háð Gerrard sem er ekki sami leikmaðurinn og hann var fyrir tíu árum. Engu að síður var hann nálægt því að bjarga sínum mönnum í leiknum. Liverpool varð í öðru sæti ensku deildarinnar á síðustu leiktíð og í raun aðeins einni „dettu“ frá meistaratitlinum að margra mati. Þá héldu margir að fram undan væru bettri tíð með blóm í haga. Liðið komið aftur í Meistaradeildina með ungan, spennandi stjóra og fullt af frambærilegum leikmönnum.Suarez var of mikilvægur Liverpool seldi sinn besta mann frá síðasta tímabili, Luis Suarez, fyrir 75 milljónir punda og keypti í staðinn eina átta leikmenn. Liverpool eyddi þrátt fyrir það aðeins 33 milljónum punda meira í leikmenn en þeir seldu í sumar. Að missa Suarez var meira en liðið réð við. Hann halaði oft inn stig upp á eigin spýtur en það hefur enginn tekið við keflinu. Allir þeir leikmenn sem síðan voru keyptir til félagsins í sumar hafa valdið gríðarlegum vonbrigðum. Gerrard hefur síðan gefið mikið eftir og þá virðist ákaflega lítið vera eftir.Úr hetju í skúrk Liðið er á leið í Evrópudeildina eftir sneypuförina í deild þeirra bestu og situr aðeins í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er heilum fimmtán stigum á eftir toppliði Chelsea eftir aðeins fimmtán umferðir. Aðeins nokkrum mánuðum eftir að Brendan Rodgers var hampað sem kraftaverkamanni eru menn farnir að efast um stjórnunarhæfileika hans. Hann þykir ekki hafa staðið sig vel á leikmannamarkaðnum og hefur einnig verið gagnrýndur fyrir stjórnun á hliðarlínunni í vetur. Nú síðast í leiknum gegn Basel. Vegurinn er ekki langur frá því að vera hetja og í að vera skúrkur. Það er Rodgers að upplifa og hann hefur sjálfur viðurkennt að starf hans gæti verið í hættu. Það verður verk stjórnarmanna félagsins á næstu misserum að vega og meta hvort sé betra fyrir félagið. Að halda tryggð við Rodgers, og hans uppbyggingu, eða sparka honum og byrja upp á nýtt með nýjum manni.
Enski boltinn Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Sjá meira