Innlent

Samskip Menntafyrirtæki ársins

Freyr Bjarnason skrifar
Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, segir verðlaunin mikinn heiður.
Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, segir verðlaunin mikinn heiður. Fréttablaðið/Stefán
Samskip hafa verið útnefnd Menntafyrirtæki ársins 2014. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi verðlaun eru veitt.

Auk Samskipa voru Isavia, Landsbankinn og Rio Tinto Alcan á Íslandi tilnefnd. „Þetta er mikill heiður og um leið viðurkenning á því góða starfi sem unnið hefur verið á þessu sviði hjá Samskipum,“ segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, afhenti verðlaunin á Hilton Reykjavík Nordica, þar sem fram fór Menntadagur atvinnulífsins í fyrsta sinn.

Samtök atvinnulífsins standa að deginum ásamt aðildarfélögum sínum, LÍÚ, SVÞ, SF, SFF, SI, Samorku og SAF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×