Innlent

Höfðu hendur í hári innbrotsþjófs

Brotist var inn á nokkrum stöðum í austurborginni í nótt og handtók lögreglan loks mann, sem er grunaður um innbrotin.

Ekki kemur fram í skeyti lögreglu hverju hann stal, eða hvort þýfið fanst í fórum hans, en hann er vistaður í fangageymslum og bíður yfirkheyrslu.

Annars voru nokkur útköll vegna hávaða í heimahúsum í nótt, sem er fremur fátítt í miðri viku og svo voru fjórir ökumenn teknir úr umferð vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×