1,6 milljónir dollara fyrir sendiherraembætti á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2014 18:32 Væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna hér á landi hefur aldrei komið til Íslands en hefur hins vegar stutt kosningabaráttu Baraks Obama forseta ríkulega. Forsetinn hefur nokkuð frjálsar hendur með skipan sendiherra sem þó verða að hljóta staðfestingu Bandaríkjaþings.Luis Arreage sem verið hefur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi nokkur undanfarin ár hefur látið af embætti. En hann var á margan hátt óvenjulegur sendiherra og lét sér málefni líðandi stundar á Íslandi varða og tók til dæmis þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga í nokkur ár. Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur skipað nýjan í hans stað, Robert C. Barber, sem var ásamt öðrum væntanlegum sendiherrum yfirheyrður í utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á dögunum. Mótframbjóðandi Obama til forseta, John McCaine, spurði sendiherraefnin hreint ú hvort þau hefðu komið til þeirra landa sem þau voru tilnefnd í sendiherrastöðu hjá og varð Barber að viðurkenna að hann hefði aldrei komið til Íslands en hlakkaði til þess. Bandaríska stjórnkerfið er um margt ólíkt því íslenska og þegar kemur að skipan sendiherra hefur forsetinn mun frjálsari hendur í vali sínu en utanríkisráðherra hefur á Íslandi. Það er til að mynda ekki óalgengt að vinir eða velunarar forseta hverju sinni séu verðlaunaðir með góðri sendiherrastöðu. „Það gilda lög um utanríkisþjónustuna frá árinu 1980 sem segja að sá sem skipaður er verður að vera hæfur til að gegna því embætti. Hins vegar virðist vera samkomulag milli flokkanna um að líta framhjá þeirri kröfu ef með þarf. Forsetinn fær svolítið að ráða þessu,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Og á uppboðsborði sendiráðanna þar vestra var Ísland í dýrari kantinum, eins og háðfuglinn Jon Stewart benti á í þætti sínum the Daily Show á dögunum. Þar sagði hann sagði Robert C. Barber væntanlega sendiherra hafa greitt 1,6 milljónir dollara í kosningasjóði forsetans, eða helmingi meira en væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna í Argentínu hefði greitt. Stewart gerir óspart grín að þessum mismunandi verðmiðum, eins og sjá má myndbandi þessarar fréttar. Silja Bára segir um þriðjung sendiherra Bandaríkjanna vera pólitíska bandamenn og kosningasmala forseta hverju sinni. Þetta sé oft pólitísk dúsa. „Já, þetta er það. Nixon talaði um að fólk þyrfti að borga 250 þúsund dollara í sjóði hans ef það ætlaði að fá sendiherraembætti. Þetta væri ekki fyrir einhverja pólitíkusa, heldur þá sem virkilega borguðu fyrir það. Maður getur ímyndað sér hvað verðið er núna“, segir Silja Bára. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna hér á landi hefur aldrei komið til Íslands en hefur hins vegar stutt kosningabaráttu Baraks Obama forseta ríkulega. Forsetinn hefur nokkuð frjálsar hendur með skipan sendiherra sem þó verða að hljóta staðfestingu Bandaríkjaþings.Luis Arreage sem verið hefur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi nokkur undanfarin ár hefur látið af embætti. En hann var á margan hátt óvenjulegur sendiherra og lét sér málefni líðandi stundar á Íslandi varða og tók til dæmis þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga í nokkur ár. Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur skipað nýjan í hans stað, Robert C. Barber, sem var ásamt öðrum væntanlegum sendiherrum yfirheyrður í utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á dögunum. Mótframbjóðandi Obama til forseta, John McCaine, spurði sendiherraefnin hreint ú hvort þau hefðu komið til þeirra landa sem þau voru tilnefnd í sendiherrastöðu hjá og varð Barber að viðurkenna að hann hefði aldrei komið til Íslands en hlakkaði til þess. Bandaríska stjórnkerfið er um margt ólíkt því íslenska og þegar kemur að skipan sendiherra hefur forsetinn mun frjálsari hendur í vali sínu en utanríkisráðherra hefur á Íslandi. Það er til að mynda ekki óalgengt að vinir eða velunarar forseta hverju sinni séu verðlaunaðir með góðri sendiherrastöðu. „Það gilda lög um utanríkisþjónustuna frá árinu 1980 sem segja að sá sem skipaður er verður að vera hæfur til að gegna því embætti. Hins vegar virðist vera samkomulag milli flokkanna um að líta framhjá þeirri kröfu ef með þarf. Forsetinn fær svolítið að ráða þessu,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Og á uppboðsborði sendiráðanna þar vestra var Ísland í dýrari kantinum, eins og háðfuglinn Jon Stewart benti á í þætti sínum the Daily Show á dögunum. Þar sagði hann sagði Robert C. Barber væntanlega sendiherra hafa greitt 1,6 milljónir dollara í kosningasjóði forsetans, eða helmingi meira en væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna í Argentínu hefði greitt. Stewart gerir óspart grín að þessum mismunandi verðmiðum, eins og sjá má myndbandi þessarar fréttar. Silja Bára segir um þriðjung sendiherra Bandaríkjanna vera pólitíska bandamenn og kosningasmala forseta hverju sinni. Þetta sé oft pólitísk dúsa. „Já, þetta er það. Nixon talaði um að fólk þyrfti að borga 250 þúsund dollara í sjóði hans ef það ætlaði að fá sendiherraembætti. Þetta væri ekki fyrir einhverja pólitíkusa, heldur þá sem virkilega borguðu fyrir það. Maður getur ímyndað sér hvað verðið er núna“, segir Silja Bára.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira