Virkjanir í efri Þjórsá aftur möguleiki Hrund Þórsdóttir skrifar 6. janúar 2014 20:00 Eins og fram kom í fréttum okkar um helgina eru náttúruverndarsinnar æfir yfir ákvörðun umhverfisráðherra um að breyta skilmálum fyrir stækkun friðlands í Þjórsárverum og telja þeir að nýju opnað á virkjunarkosti í Þjórsá. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir þá útfærslu Norðlingaölduveitu sem kynnt hafi verið í rammaáætlun tvö ekki mögulega lengur en að Landsvirkjun hafi áhuga á að leggja fram aðra virkjunarkosti í efri Þjórsá. „Annars vegar erum við að skoða að vera með stífluna á sama stað en minnka lónið um helming þannig að lónið yrði alfarið í árfarveginum og hins vegar er möguleiki á að færa stífluna neðar eftir ánni,“ segir Hörður.Svo þessi ákvörðun ráðherra er búin að opna á þetta mál aftur; beittuð þið hann þrýstingi til að ná þessu fram? „Við náttúrulega erum hagsmunaaðili á svæðinu bæði vegna núverandi mannvirkja okkar og frekari áforma og þar sem við erum hagsmunaaðili er eðlilegt að við höfum umsagnarrétt um tillögurnar. Við sendum inn nokkrar umsagnir sem sneru bæði að núverandi mannvirkjum sem eru austast á svæðinu og suður af svæðinu þar sem við sjáum fyrir okkur mögulegar frekari virkjanaframkvæmdir. Ég myndi ekki orða þetta þannig að við höfum beitt þrýstingi en við lögðum fram okkar sjónarmið.“ Hörður segir verndun Þjórsárvera tryggða og að hann kveðst gera sér grein fyrir að möguleg áhrif á fossaröðina í Þjórsá, þ.e. Kjálkaversfoss, Dynk og Gljúfurleitarfoss, valdi nú helst áhyggjum. Áhrif á hana séu þó ofmetin. „Það er líka mikilvægt að þessi áhrif eru algjörlega afturkræf. Ef þjóðin vill eftir 20 ár eða eitthvað fjarlægja stífluna er ekkert því til fyrirstöðu og áhrifin hverfa þá algjörlega.“Skilurðu áhyggjur náttúruverndarsinna? „Já.“ Tengdar fréttir Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18 Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. 13. ágúst 2013 18:38 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Eins og fram kom í fréttum okkar um helgina eru náttúruverndarsinnar æfir yfir ákvörðun umhverfisráðherra um að breyta skilmálum fyrir stækkun friðlands í Þjórsárverum og telja þeir að nýju opnað á virkjunarkosti í Þjórsá. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir þá útfærslu Norðlingaölduveitu sem kynnt hafi verið í rammaáætlun tvö ekki mögulega lengur en að Landsvirkjun hafi áhuga á að leggja fram aðra virkjunarkosti í efri Þjórsá. „Annars vegar erum við að skoða að vera með stífluna á sama stað en minnka lónið um helming þannig að lónið yrði alfarið í árfarveginum og hins vegar er möguleiki á að færa stífluna neðar eftir ánni,“ segir Hörður.Svo þessi ákvörðun ráðherra er búin að opna á þetta mál aftur; beittuð þið hann þrýstingi til að ná þessu fram? „Við náttúrulega erum hagsmunaaðili á svæðinu bæði vegna núverandi mannvirkja okkar og frekari áforma og þar sem við erum hagsmunaaðili er eðlilegt að við höfum umsagnarrétt um tillögurnar. Við sendum inn nokkrar umsagnir sem sneru bæði að núverandi mannvirkjum sem eru austast á svæðinu og suður af svæðinu þar sem við sjáum fyrir okkur mögulegar frekari virkjanaframkvæmdir. Ég myndi ekki orða þetta þannig að við höfum beitt þrýstingi en við lögðum fram okkar sjónarmið.“ Hörður segir verndun Þjórsárvera tryggða og að hann kveðst gera sér grein fyrir að möguleg áhrif á fossaröðina í Þjórsá, þ.e. Kjálkaversfoss, Dynk og Gljúfurleitarfoss, valdi nú helst áhyggjum. Áhrif á hana séu þó ofmetin. „Það er líka mikilvægt að þessi áhrif eru algjörlega afturkræf. Ef þjóðin vill eftir 20 ár eða eitthvað fjarlægja stífluna er ekkert því til fyrirstöðu og áhrifin hverfa þá algjörlega.“Skilurðu áhyggjur náttúruverndarsinna? „Já.“
Tengdar fréttir Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18 Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. 13. ágúst 2013 18:38 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18
Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. 13. ágúst 2013 18:38