Lífið

Sápuóperustjarna látin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Matthew og Christine.
Matthew og Christine. Vísir/Getty
Leikarinn Matthew Cowles, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Billy Clyde Tuggle í sápuóperunni All My Children, lést síðasta fimmtudag, 69 ára að aldri.

Umboðsmaður hans, Tsu Tsu Stanton, tísti um andlátið á föstudag.

„Hann var mjög hæfileikaríkur og góður maður sem elskaði lífið og alla,“ skrifaði hún en dánarorsök er enn ókunn.

Ferill Matthews spannaði rúmlega fjóra áratugi og hlaut hann tvær tilnefningar til Daytime Emmy-verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í All My Children. Hann var kvæntur leikkonunni Christine Branski og saman eiga þau tvær fullorðnar dætur, Isabel og Lily.

Á ferlinum lék Matthew einnig í sjónvarpsseríum á borð við Kojak, Miami Vice, Law & Order og Oz. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.