Lífið

Ekkja Patricks Swayze gengin út

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Leikkonan og dansarinn Lisa Niemi, ekkja leikarans Patricks Swayze, giftist skartgripasalanum Albert DePrisco á Palm Beach í Flórída í gær. 

Athöfnin var lítil og voru um það bil fimmtíu gestir viðstaddir. Lisa klæddist kjól frá Oscar de la Renta og Albert jakka frá Ermenegildo Zegna. 

Lisa og Albert trúlofuðu sig í desember á síðasta ári.

Lisa var gift leikaranum Patrick Swayze í 34 ár en hann lést úr krabbameini í brisi í september árið 2009. Lisa kynntist Albert árið 2012 í gegnum sameiginlega vini.

Patrick og Lisa.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.