Lífið

Vill lögleiða öll fíkniefni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Don Johnson vill lögleiða öll fíkniefni eins og kemur fram í viðtali við leikarann hjá HuffPostLive.

„Þegar fangelsi eru einkavædd er þeim breytt í fyrirtæki. Og þegar þeim er breytt í fyrirtæki þurfa þau viðskiptavini þannig að við handtökum fullt af fólki sem á ekki heima í fangelsum,“ segir Don í viðtali við Ricky Camilleri.

„Það ætti að lögleiða öll fíkniefni og setja skatt á þau,“ bætir Don við og vill meira að segja lögleiða fíkniefni eins og heróín.

„Ef fíkniefni eru lögleidd er enginn glamúr í fíkniefnneyslu. Þá eru glæpagengi og fíkniefnasalar teknir út úr jöfnunni og eftir verður verknaður sem er snauður af glamúr.“

Horfa má á viðtalið í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.