Lífið

Hætt saman í annað sinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/getty
Modern Family-stjarnan Sofia Vergara og unnusti hennar, Nick Loeb, eru hætt saman. Sofia tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni og WhoSay.

„Ekki að það skipti einhvern máli en til að gefa fjölmiðlum ekki tækifæri til að búa til klikkað og særandi drama vil ég segja aðdáendum mínum persónulega að ég Nick höfum ákveðið að skilja,“ skrifar Sofia.

„Við höfum glímt við of mörg vandamál um hvernig við eigum að eyða tíma saman út af vinnunni minni og nú hans og þetta hefur sífellt versnað. Ekki gaman lengur. Við erum enn náin og stöndum í þeirri trú að þetta sé best fyrir okkur núna,“ bætir leikkonan við.

Sofia og Nick byrjuðu saman árið 2010 en hættu saman í maí árið 2012. Tveimur mánuðum síðar tóku þau aftur saman og trúlofuðu sig þegar Sofia fagnaði fertugsafmæli sínu í Mexíkó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.