„Móðir mín hefur verið mín helsta fyrirmynd og hvatning í lífinu" Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 16. júní 2014 13:30 Erna segir að margt brenni á fólki sem komið er yfir miðjan aldur. „Þessi vefsíða hefur það fyrst og fremst að markmiði að fjalla um líf og störf þess fólks sem komið er yfir miðjan aldur,“ segir Erna Indriðadóttir, ritstjóri og stofnandi vefsíðunnar Lifðu núna, sem var opnuð á fimmtudag. „Fólki í þessum hópi fjölgar stöðugt og ef miðað er við fólk 55 og eldra telur hópurinn um 78 þúsund manns. Bara á næstu fimmtán árum á eftir að fjölga í honum um 35 þúsund manns. Þetta æviskeið er frábrugðið því sem lífið er þegar maður er um þrítugt og jafnvel fertugt. Mér fannst ekki óskaplega mikið fjallað um líf og störf fólks sem komið er yfir miðjan aldur og mig langaði að taka þátt í að efla þessa umræðu. Ég er fullviss um að fjölgun í eldri aldurshópum í samfélaginu mun leiða af sér gríðarlegar breytingar og við verðum að vera meðvituð um það,“ bætir Erna við. Á vefsíðunni er að finna blöndu af fróðleik, fréttum og afþreyingu og segir Erna síðuna vera eins konar tímarit á vefnum þar sem hún tekur fyrir mál sem hún telur að séu athyglisverð og að þessi hópur hafi sérstakan áhuga á. Hún tileinkar móður sinni, Kristínu Guðnadóttur, síðuna. „Móðir mín hefur verið mín helsta fyrirmynd og hvatning í lífinu. Hún er í dag komin á níræðisaldur og hleypur út um allan bæ, lærir ensku, fer í leikhús, syndir og er alveg klingjandi klár í kollinum. Hún er minn helsti ráðgjafi í lífinu og mér fannst tilvalið að tileinka henni þessa síðu,“ segir Erna. Hún hefur fengið góð viðbrögð við síðunni. „Það er mjög margt sem brennur á þessum hópi og ég verð vör við að fólki finnst einmitt hafa vantað umfjöllun um þessi mál.“ Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
„Þessi vefsíða hefur það fyrst og fremst að markmiði að fjalla um líf og störf þess fólks sem komið er yfir miðjan aldur,“ segir Erna Indriðadóttir, ritstjóri og stofnandi vefsíðunnar Lifðu núna, sem var opnuð á fimmtudag. „Fólki í þessum hópi fjölgar stöðugt og ef miðað er við fólk 55 og eldra telur hópurinn um 78 þúsund manns. Bara á næstu fimmtán árum á eftir að fjölga í honum um 35 þúsund manns. Þetta æviskeið er frábrugðið því sem lífið er þegar maður er um þrítugt og jafnvel fertugt. Mér fannst ekki óskaplega mikið fjallað um líf og störf fólks sem komið er yfir miðjan aldur og mig langaði að taka þátt í að efla þessa umræðu. Ég er fullviss um að fjölgun í eldri aldurshópum í samfélaginu mun leiða af sér gríðarlegar breytingar og við verðum að vera meðvituð um það,“ bætir Erna við. Á vefsíðunni er að finna blöndu af fróðleik, fréttum og afþreyingu og segir Erna síðuna vera eins konar tímarit á vefnum þar sem hún tekur fyrir mál sem hún telur að séu athyglisverð og að þessi hópur hafi sérstakan áhuga á. Hún tileinkar móður sinni, Kristínu Guðnadóttur, síðuna. „Móðir mín hefur verið mín helsta fyrirmynd og hvatning í lífinu. Hún er í dag komin á níræðisaldur og hleypur út um allan bæ, lærir ensku, fer í leikhús, syndir og er alveg klingjandi klár í kollinum. Hún er minn helsti ráðgjafi í lífinu og mér fannst tilvalið að tileinka henni þessa síðu,“ segir Erna. Hún hefur fengið góð viðbrögð við síðunni. „Það er mjög margt sem brennur á þessum hópi og ég verð vör við að fólki finnst einmitt hafa vantað umfjöllun um þessi mál.“
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira