Hallgrímur herjar á Danmörku Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. júní 2014 14:15 Hallgrímur Helgason er að gera góða hluti í Danmörku. Vísir/Valli „Ég skrifaði þetta upphaflega fyrir Balta og byrjaði á því árið 2001, en svo fór hann að gera myndir í Hollywwod og svona. Þá fór handritið aftast í röðina,“ segir höfundurinn Hallgrímur Helgason, en þessa dagana standa yfir í Kaupmannahöfn, tökur á kvikmyndinni Comeback sem gerð er eftir handriti Hallgríms. Um er að ræða fyrsta frumsamda kvikmyndahandrit Hallgríms, að gamanmynd með dramatísku ívafi og fjallar það um uppistandara sem lendir í krísu. Uppistandarinn er á niðurleið sem reynir að fá feril sinn í gang á ný um leið og hann er neyddur til að endurnýja kynni við táningsdóttur, sem hann hafði nánast gleymt að hann ætti. „Þetta er kannski pínu byggt á eigin reynslu en á þessum tíma var ég búinn að prófa að vera uppistandari og átti líka táningsdóttir,“ bætir Hallgrímur við og hlær. Hallgrímur segist þó ekki vera svekktur út í Baltasar fyrir að nota ekki handritið sitt. „Ég er ekki brjálaður út í hann. Hann er með mörg járn eldinum. Ég er bara glaður að það sé einhver að gera þetta.“ Framleiðandi myndarinnar er Morten Kaufmann. „Ég kynntist Morten Kaufmann fyrir um fjórum árum í Danmörku og þá fóru hjólin að snúast.“ Kaufmann hefur lengi unnið með leikstjóranum Thomas Vinterberg og gert með honum kvikmyndir eins og Jagten, Submarino og Festen. Upphaflega var handritið skrifað á ensku en nú hefur því verið snúið á dönsku og heimfært upp á danskan veruleika af leikstjóranum Natöshu Arthy og uppistandaranum Jacob Tingleff. „Það kom aldrei til greina að íslenska myndina því uppistandsmarkaðurinn á Íslandi er svo lítill. Danski uppistandsmarkaðurinn er mun líkari þeim bandaríska,“ segir Hallgrímur. Aðalhlutverkið leikur Anders W. Berthelsen sem þekktur er fyrir myndir eins og Superclásico, Ítalska fyrir byrjendur og Mifune. Meðal annara leikara eru Peder Thomas Pedersen, Benedikte Hansen, sem kunn er fyrir hlutverk sitt í Borgen, Sara-Sofie Boussnina og Filippa Suensson. Leikstjóri er Natasha Arthy og er þetta hennar fjórða mynd í fullri lengd. Áætlað er að myndin verði frumsýnd í upphafi árs 2015. Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
„Ég skrifaði þetta upphaflega fyrir Balta og byrjaði á því árið 2001, en svo fór hann að gera myndir í Hollywwod og svona. Þá fór handritið aftast í röðina,“ segir höfundurinn Hallgrímur Helgason, en þessa dagana standa yfir í Kaupmannahöfn, tökur á kvikmyndinni Comeback sem gerð er eftir handriti Hallgríms. Um er að ræða fyrsta frumsamda kvikmyndahandrit Hallgríms, að gamanmynd með dramatísku ívafi og fjallar það um uppistandara sem lendir í krísu. Uppistandarinn er á niðurleið sem reynir að fá feril sinn í gang á ný um leið og hann er neyddur til að endurnýja kynni við táningsdóttur, sem hann hafði nánast gleymt að hann ætti. „Þetta er kannski pínu byggt á eigin reynslu en á þessum tíma var ég búinn að prófa að vera uppistandari og átti líka táningsdóttir,“ bætir Hallgrímur við og hlær. Hallgrímur segist þó ekki vera svekktur út í Baltasar fyrir að nota ekki handritið sitt. „Ég er ekki brjálaður út í hann. Hann er með mörg járn eldinum. Ég er bara glaður að það sé einhver að gera þetta.“ Framleiðandi myndarinnar er Morten Kaufmann. „Ég kynntist Morten Kaufmann fyrir um fjórum árum í Danmörku og þá fóru hjólin að snúast.“ Kaufmann hefur lengi unnið með leikstjóranum Thomas Vinterberg og gert með honum kvikmyndir eins og Jagten, Submarino og Festen. Upphaflega var handritið skrifað á ensku en nú hefur því verið snúið á dönsku og heimfært upp á danskan veruleika af leikstjóranum Natöshu Arthy og uppistandaranum Jacob Tingleff. „Það kom aldrei til greina að íslenska myndina því uppistandsmarkaðurinn á Íslandi er svo lítill. Danski uppistandsmarkaðurinn er mun líkari þeim bandaríska,“ segir Hallgrímur. Aðalhlutverkið leikur Anders W. Berthelsen sem þekktur er fyrir myndir eins og Superclásico, Ítalska fyrir byrjendur og Mifune. Meðal annara leikara eru Peder Thomas Pedersen, Benedikte Hansen, sem kunn er fyrir hlutverk sitt í Borgen, Sara-Sofie Boussnina og Filippa Suensson. Leikstjóri er Natasha Arthy og er þetta hennar fjórða mynd í fullri lengd. Áætlað er að myndin verði frumsýnd í upphafi árs 2015.
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira