Innlent

Stórt snjóflóð féll í Vaðlaheiði

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Myndin er birt með góðfúslegu leyfi höfundar.
Myndin er birt með góðfúslegu leyfi höfundar. mynd/einar guðmann
Snjóflóð féll í Vaðlaheiði klukkan hálf fimm í dag. Um gríðarlega stórt flóð var að ræða, eins og meðfylgjandi mynd sýnir, en engan sakaði.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu var um þurrt flekahlaup að ræða, um einn og hálfur kílómetri á breidd.

Það var Einar Guðmann, ljósmyndari á Akureyri, sem tók myndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×