Lífið

Badmintonstjarna í innivinnu

Snærós Sindradóttir skrifar
Ragna Ingólfsdóttir lagði spaðann á hilluna að loknum Ólympíuleikunum í London sumarið 2012.
Ragna Ingólfsdóttir lagði spaðann á hilluna að loknum Ólympíuleikunum í London sumarið 2012. Vísir/Anton
Ein fremsta badmintonkona landsins, Ragna Ingólfsdóttir, hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra kynningarmála hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.

Ragna var valin úr stórum hópi umsækjenda en hún er með BA-gráðu í heimspeki og er í meistaranámi í lýðheilsuvísindum við HÍ.

Ragna mun hafa yfirumsjón með heimasíðu sambandsins og samfélagsmiðlum, svo sem Facebook.

Ragna mun svo vafalítið grípa til spaðans þegar hún þarf að teygja úr sér eftir langan dag við skrifborðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.