Sparisjóðirnir gleymdu uppruna sínum Heimir Már Pétursson skrifar 11. apríl 2014 20:00 Þingmenn allra flokka á Alþingi eru sammála um að lykillinn að ógæfu sparisjóðanna hafi verið að þeir hafi fjarlægst upprunalegan tilgang sinn og farið í vonlausa samkeppni við stóru bankanna. Þingmenn Pírata lýstu óánægju sinni með hversu stuttan tíma þingmönnum var gefin til að kynna sér 600 milljóna skýrslu fyrir fimm tíma umræður á Alþingi í dag. „Þrjátíu þúsund krónur fyrir hverja sekúndu sem við ræðum hana í dag, þessa fimm tíma. Og sjáum hvernig mér tekst að rífa 30 þúsund krónur á einni sekúndi, einn seðil eftir annan,“ sagði Jón Þór Ólafsson og reif síðan þrjá tíu þúsund króna seðla í tvennt og sagði að honum hefði ekki tekist þetta á einni sekúndu. Reyndar skal upplýst að um ljósrit var að ræða en ekki ekta peningaseðla.Birgitta Jónsdóttir og Frosti Sigurjónsson.Svona hófu Píratar þingstörfin á Alþingi í dag. En þótt fæstir hafi kannski lesið allar nítján hundruð síðurnar spjaldanna á milli, spurðum við fulltrúa allra þingflokka hvað þeir teldu að væri lykillinn eða kjarninn að ógæfu sparisjóðanna. „Ég helda að kjarninn sé það óþol sem varð gagnvart því að það mætti myndast samfélagsleg eign í sparisjóðunum. Að þessi goðsögn að fé án hirðis væri eitthvað vont. Það sýnir sig núna að hirðarnir voru verri en féð án hirðis,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Þetta sé eitt af því sem menn verði að læra af harmsögu síðustu ára. Það sé mikilvægt að sýna skilning á því að það geti verið til eitthvað sem heitir samfélagsleg eign.Guðmundur Steingrímsson og Katrín Jakobsdóttir.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir skýrsluna sýna að Sparisjóðirnir hafi fjarlægst upprunalegt hlutverk sitt og nærþjónustu. „Það er bent á það í skýrslunni að þeir hafi átt í erfiðleikum með að vaxa. Vantaði verkefni til að fjárfesta í. En þá kemur auðvitað upp spurningin; var það endilega svo mikilvægt að vaxa við þessar aðstæður? Aðalatriðið er og það er kannski niðurstaðan í skýrslunni, að þeir hefðu þurft að horfa á hvað það var sem þeir kunnu best og voru góðir í,“ segir Illugi. „Lykillin er auðvitað sá að menn höfu misst sjónar á upphaflegum markmiðum sem voru auðvitað að hafa fleiri markmið en stefna að hámarks arði, vinna að samfélagslegri velferð og efnahagslegri velferð nærsvæðisins. Sparisjóðirnir fóru í raun og veru að keppa við viðskiptabankana og það eru margar ástæður fyrir því. En löggjöfin er eitt af því sem veldur því að sparisjóðirnir verða líkari hefðbundnum fjármálafyrirtækjum. Þannig að þarna hefur fíknin eftir auknum arði borið menn ofurliði,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.Illugi Gunnarsson og Árni Páll Árnason.Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segir rót ógæfu Sparisjóðanna svipaða og rótin að hruni fjármálakerfisins yfirhöfuð. „Það er áhættusæknin, það er bara einfaldlega græðgin á góðæristímum. Gullgrafarastemmingin. – Erum við ekki að sækja mjög mikið í viðbótarlífeyrissparnaðinn sem á að gagnast okkur síðar? Er það ekki vitnisburður um það að við séum ekki endilega að læra neina framsýni eða ráðdeild af þessu öllu saman,“ spyr Guðmundur. „Það var náttúrlega ekki græðgi í öllum en það var mikill þrýstingur á að tæma þessa banka í raun og veru að innan. Með alls konar laukfléttum þar sem það er ómögulegt að rekja þær alla leið því það vantar alltaf einn hlekk í þessa hringamyndunarkeðju,“ segir Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata. Græðgin hafi ráðið för. „Eins og skýrslan bendir á, þá er lagaramminn kannski ekki réttur. Og sparisjóðirnir yfirgáfu ef til vill upprunalegt hlutverk sitt sem var að vinna í sínu nærumhverfi, efla atvinnulíf á staðnum og fóru að fjárfesta út fyrir sitt umhverfi. Fóru að fjárfesta jafnvel í fjármálagerningum, gerðust fjárfestingabankar,“ segir Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Þingmenn allra flokka á Alþingi eru sammála um að lykillinn að ógæfu sparisjóðanna hafi verið að þeir hafi fjarlægst upprunalegan tilgang sinn og farið í vonlausa samkeppni við stóru bankanna. Þingmenn Pírata lýstu óánægju sinni með hversu stuttan tíma þingmönnum var gefin til að kynna sér 600 milljóna skýrslu fyrir fimm tíma umræður á Alþingi í dag. „Þrjátíu þúsund krónur fyrir hverja sekúndu sem við ræðum hana í dag, þessa fimm tíma. Og sjáum hvernig mér tekst að rífa 30 þúsund krónur á einni sekúndi, einn seðil eftir annan,“ sagði Jón Þór Ólafsson og reif síðan þrjá tíu þúsund króna seðla í tvennt og sagði að honum hefði ekki tekist þetta á einni sekúndu. Reyndar skal upplýst að um ljósrit var að ræða en ekki ekta peningaseðla.Birgitta Jónsdóttir og Frosti Sigurjónsson.Svona hófu Píratar þingstörfin á Alþingi í dag. En þótt fæstir hafi kannski lesið allar nítján hundruð síðurnar spjaldanna á milli, spurðum við fulltrúa allra þingflokka hvað þeir teldu að væri lykillinn eða kjarninn að ógæfu sparisjóðanna. „Ég helda að kjarninn sé það óþol sem varð gagnvart því að það mætti myndast samfélagsleg eign í sparisjóðunum. Að þessi goðsögn að fé án hirðis væri eitthvað vont. Það sýnir sig núna að hirðarnir voru verri en féð án hirðis,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Þetta sé eitt af því sem menn verði að læra af harmsögu síðustu ára. Það sé mikilvægt að sýna skilning á því að það geti verið til eitthvað sem heitir samfélagsleg eign.Guðmundur Steingrímsson og Katrín Jakobsdóttir.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir skýrsluna sýna að Sparisjóðirnir hafi fjarlægst upprunalegt hlutverk sitt og nærþjónustu. „Það er bent á það í skýrslunni að þeir hafi átt í erfiðleikum með að vaxa. Vantaði verkefni til að fjárfesta í. En þá kemur auðvitað upp spurningin; var það endilega svo mikilvægt að vaxa við þessar aðstæður? Aðalatriðið er og það er kannski niðurstaðan í skýrslunni, að þeir hefðu þurft að horfa á hvað það var sem þeir kunnu best og voru góðir í,“ segir Illugi. „Lykillin er auðvitað sá að menn höfu misst sjónar á upphaflegum markmiðum sem voru auðvitað að hafa fleiri markmið en stefna að hámarks arði, vinna að samfélagslegri velferð og efnahagslegri velferð nærsvæðisins. Sparisjóðirnir fóru í raun og veru að keppa við viðskiptabankana og það eru margar ástæður fyrir því. En löggjöfin er eitt af því sem veldur því að sparisjóðirnir verða líkari hefðbundnum fjármálafyrirtækjum. Þannig að þarna hefur fíknin eftir auknum arði borið menn ofurliði,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.Illugi Gunnarsson og Árni Páll Árnason.Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segir rót ógæfu Sparisjóðanna svipaða og rótin að hruni fjármálakerfisins yfirhöfuð. „Það er áhættusæknin, það er bara einfaldlega græðgin á góðæristímum. Gullgrafarastemmingin. – Erum við ekki að sækja mjög mikið í viðbótarlífeyrissparnaðinn sem á að gagnast okkur síðar? Er það ekki vitnisburður um það að við séum ekki endilega að læra neina framsýni eða ráðdeild af þessu öllu saman,“ spyr Guðmundur. „Það var náttúrlega ekki græðgi í öllum en það var mikill þrýstingur á að tæma þessa banka í raun og veru að innan. Með alls konar laukfléttum þar sem það er ómögulegt að rekja þær alla leið því það vantar alltaf einn hlekk í þessa hringamyndunarkeðju,“ segir Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata. Græðgin hafi ráðið för. „Eins og skýrslan bendir á, þá er lagaramminn kannski ekki réttur. Og sparisjóðirnir yfirgáfu ef til vill upprunalegt hlutverk sitt sem var að vinna í sínu nærumhverfi, efla atvinnulíf á staðnum og fóru að fjárfesta út fyrir sitt umhverfi. Fóru að fjárfesta jafnvel í fjármálagerningum, gerðust fjárfestingabankar,“ segir Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira