Tónlistarmaðurinn Chris Martin tróð upp á Inspiration-galaveislu amfAR í Hollywood í gærkvöldi en veislan var haldin til að heiðra fatahönnuðinn Tom Ford og safna peningum fyrir rannsóknum á eyðni.
Leikkonan Gwyneth Paltrow, sem er jafnframt fyrrverandi eiginkona Chris, kynnti fyrrverandi eiginmann sinn á svið og sagði hann hafa verið „föður ársins síðan árið 2004“.
Gwyneth og Chris skildu í mars á þessu ári eftir tíu ára hjónaband. Þau eiga tvö börn saman, Apple sem kom í heiminn einmitt árið 2004 og Moses sem fæddist árið 2006.
Eftir að parið skildi byrjaði Chris með leikkonunni Jennifer Lawrence en þau hættu saman fyrir stuttu.
Kallaði fyrrverandi föður ársins

Tengdar fréttir

Jennifer Lawrence og Chris Martin nýtt par
Leikkonan hefur verið að slá sér upp með Coldplay-söngvaranum síðan í byrjun sumars.

Eyddu mæðradeginum saman
Gwyneth Paltrow og Chris Martin saman eftir skilnaðinn.

Jennifer Lawrence og Chris Martin hætt saman
Frá þessu greinir fréttaveitan E! í dag.

Gwyneth Paltrow á deiti
Sást með óþekktum, ljóshærðum manni.

Chris Martin kennir sjálfum sér um skilnaðinn
Í viðtali hjá BBC talar hann einnig um hversu mikill aðdáandi hann er hljómsveitarinnar One Direction.

Gwyneth Paltrow og Chris Martin búa ennþá saman
Slúðurmiðlar velta vöngum yfir því hvort hjónin séu ekki að skilja eftir allt saman.

Gwyneth kyssir fyrrverandi kærasta
Innileg á hafnaboltaleik.

Tónlistin bjargaði Chris Martin
Chris Martin segir tónlistina hafa bjargað lífi sínu.

Gwyneth Paltrow og Chris Martin skilin
Stjörnuparið skilur eftir tíu ára hjónaband.

Gwyneth Paltrow og Chris Martin enn miklir vinir
Gwyneth Paltrow og Chris Martin eyddu mæðradeginum saman um helgina. Þau tilkynntu um skilnað sinn í mars.