Innlent

Sérsveitin segir sprengju sem unglingar bjuggu til stórhættulega

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
"Sem betur fer urðu engin slys á fólki, hvorki á strákunum né öðrum, maður er ánægðastur með það,“ segir Steinar.
"Sem betur fer urðu engin slys á fólki, hvorki á strákunum né öðrum, maður er ánægðastur með það,“ segir Steinar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur rætt við foreldra tveggja unglingspilta sem útbjuggu rörasprengju sem þeir skildu eftir undir ruslatunnu í Grafarholti í Reykjavík í gær.

Það var mildi, að sögn Steinars Þórs Snorrasonar varðstjóra hjá lögreglunni, að það var maður á ferðinni þar sem strákarnir voru að sprengja sem ákvað að kanna málið eftir að hann heyrði sprengingu rétt við leikskólann Geislabaug.

Maðurinn var á gangi ásamt fjölskyldu sinni og tók eftir því, stuttu eftir að hann heyrði sprenginguna, að botn vantaði á ruslatunnu sem staðsett er rétt við leikskólann. Þegar maðurinn kannaði málið nánar sá hann að undir ruslatunnunni var sprengja sem ekki hafði sprungið. Hann hafði því samband við lögreglu sem mætti á svæðið.

Sérsveitin mætti á staðinn og sögðu þeir sprengjuna stórhættulega að sögn Steinars. Hann segir að talsvert hugvit þurfi til þess að útbúa sprengjur sem þessar. Þá segir hann fleiri pilta koma að málinu og lögreglan muni ræða við foreldra þeirra.

Foreldrar þeirra tveggja pilta sem þegar hafi verið rætt við hafi gengið í málið og rætt við syni sína.

„Sem betur fer urðu engin slys á fólki, hvorki á strákunum né öðrum, maður er ánægðastur með það,“ segir Steinar.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×