Risavaxinn kosningavíxill og eyðslufyllirí Heimir Már Pétursson skrifar 15. janúar 2014 13:38 Bæjarstjórinn í Kópavogi undrast tillögu minnihlutans sem Gunnar Birgisson studdi á bæjarstjórnarfundi í gær og efast um lögmæti framgöngu minnihlutans. Bæjarstjórinn í Kópavogi segir tillögu minnihlutans um byggingu félagslegs húsnæðis í bænum sem samþykkt var með atkvæði Gunnars Birgissonar í gær, vera risavaxinn kosningavíxil. Oddviti Samfylkingarinnar í bænum segir tillöguna lagða fram til að svara mikilli þörf fyrir félagslegt húsnæði í Kópavogi. Það kom meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs í opna skjöldu þegar tillaga Samfylkingar, Vinstri Grænna og NæstBesta flokksins í minnihluta bæjarstjórnar um kaup á 30-40 íbúðum víðs vegar í bænum strax auk byggingar tveggja fjölbýlishúsa til félagslegra nota, var samþykkt með atkvæði Gunnars Birgissonar fyrrverandi bæjarstjóra og bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í gær.Pétur Ólafsson oddviti Samfylkingarinnar segir að ekki hafi verið samið við Gunnar fyrirfram um að greiða tillögunni atkvæði. „En hann vissi af þessari tillögu. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem við leggjum fram tillögu um þetta. Þannig að það var bara mjög ánægjulegt að hann samþykkti hana með okkur,“ segir Pétur.Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir þetta óábyrga tillögu sem ekki hafi verið á dagskrá bæjarstjórnarfundarins í gær og sérkennilegt að flutningsmenn hennar hafi ekki samþykkt að vísa henni til fagnefnda og embættismanna bæjarins til frekari umfjöllunar. Þetta séu tillögur sem feli í sér um þriggja milljarða króna fjárútlát hjá bænum, sem uppfylli ekki lágmarksskilyrði sveitarfélaga um fjárhagsstöðu. Oddviti Samfylkingarinnar segir fjarri lagi að upphæðin sé þetta há, því meiningin sé að vera í samstarfi við lífeyrissjóði og fleiri um þessi mál. „Það er ánægjulegt að heyra þetta frá Pétri vegna þess að fyrir áramót var skipuð þverpólitísk nefnd allra flokka sem Pétur situr í. Og núna er einmitt verið að gera fyrir okkur rannsókn á húsnæðismarkaðnum í Kópavogi og ég hef marg oft sagt að auðvitað þurfi fleiri að koma að þessu borði,“ segir Ármann. Pétur segir að framlag bæjarins til byggingar tveggja fjölbýlishúsa myndu aðallega felast í lóðum undir húsin og Ármann segir það alegrlega í takt við það sem rætt hafi verið í nefndinni. Hins vegar yrði bærinn að fjármagna kaup á 30 til 40 íbúðum sem talað er um í tillögunni, en Pétur segir að þau kaup myndu ekki eiga sér stað á einni viku eða einum mánuði, en nú sé heimildin til kaupanna komin. Pétur segir vandann risavaxinn og það verði að taka á honum, en um 200 manns bíði eftir félagslegu húsnæði í bænum. „Það má eiginlega ekki bíða lengur vegna þess að það er að skapast neyðarástand á húsnæðismarkaði,“ segir Pétur. En Ármann bæjarstjóri segir þetta ekkert annað en risavaxinn kosningavíxil. „Við erum ekki einu sinni komin undir viðmiðunarmörk eftirlitsnefndar sveitarfélaga. Að fara út í svona eyðslufyllirí þegar við erum ekki búin að ná þeim viðmiðum sem lögin kveða á um er náttúrlega mjög sérstakt. Maður auðvitað spyr sig, eins og þetta er framsett, hvort þetta í rauninni standist lög, þessi framganga sem átti sér stað í bæjarstjórn í gær,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Bæjarstjórinn í Kópavogi segir tillögu minnihlutans um byggingu félagslegs húsnæðis í bænum sem samþykkt var með atkvæði Gunnars Birgissonar í gær, vera risavaxinn kosningavíxil. Oddviti Samfylkingarinnar í bænum segir tillöguna lagða fram til að svara mikilli þörf fyrir félagslegt húsnæði í Kópavogi. Það kom meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs í opna skjöldu þegar tillaga Samfylkingar, Vinstri Grænna og NæstBesta flokksins í minnihluta bæjarstjórnar um kaup á 30-40 íbúðum víðs vegar í bænum strax auk byggingar tveggja fjölbýlishúsa til félagslegra nota, var samþykkt með atkvæði Gunnars Birgissonar fyrrverandi bæjarstjóra og bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í gær.Pétur Ólafsson oddviti Samfylkingarinnar segir að ekki hafi verið samið við Gunnar fyrirfram um að greiða tillögunni atkvæði. „En hann vissi af þessari tillögu. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem við leggjum fram tillögu um þetta. Þannig að það var bara mjög ánægjulegt að hann samþykkti hana með okkur,“ segir Pétur.Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir þetta óábyrga tillögu sem ekki hafi verið á dagskrá bæjarstjórnarfundarins í gær og sérkennilegt að flutningsmenn hennar hafi ekki samþykkt að vísa henni til fagnefnda og embættismanna bæjarins til frekari umfjöllunar. Þetta séu tillögur sem feli í sér um þriggja milljarða króna fjárútlát hjá bænum, sem uppfylli ekki lágmarksskilyrði sveitarfélaga um fjárhagsstöðu. Oddviti Samfylkingarinnar segir fjarri lagi að upphæðin sé þetta há, því meiningin sé að vera í samstarfi við lífeyrissjóði og fleiri um þessi mál. „Það er ánægjulegt að heyra þetta frá Pétri vegna þess að fyrir áramót var skipuð þverpólitísk nefnd allra flokka sem Pétur situr í. Og núna er einmitt verið að gera fyrir okkur rannsókn á húsnæðismarkaðnum í Kópavogi og ég hef marg oft sagt að auðvitað þurfi fleiri að koma að þessu borði,“ segir Ármann. Pétur segir að framlag bæjarins til byggingar tveggja fjölbýlishúsa myndu aðallega felast í lóðum undir húsin og Ármann segir það alegrlega í takt við það sem rætt hafi verið í nefndinni. Hins vegar yrði bærinn að fjármagna kaup á 30 til 40 íbúðum sem talað er um í tillögunni, en Pétur segir að þau kaup myndu ekki eiga sér stað á einni viku eða einum mánuði, en nú sé heimildin til kaupanna komin. Pétur segir vandann risavaxinn og það verði að taka á honum, en um 200 manns bíði eftir félagslegu húsnæði í bænum. „Það má eiginlega ekki bíða lengur vegna þess að það er að skapast neyðarástand á húsnæðismarkaði,“ segir Pétur. En Ármann bæjarstjóri segir þetta ekkert annað en risavaxinn kosningavíxil. „Við erum ekki einu sinni komin undir viðmiðunarmörk eftirlitsnefndar sveitarfélaga. Að fara út í svona eyðslufyllirí þegar við erum ekki búin að ná þeim viðmiðum sem lögin kveða á um er náttúrlega mjög sérstakt. Maður auðvitað spyr sig, eins og þetta er framsett, hvort þetta í rauninni standist lög, þessi framganga sem átti sér stað í bæjarstjórn í gær,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira