Innlent

Mengunarslys við Bláfjöll: Þurfa að grafa upp olíuna

Þarna má sjá bílastæðin við hlið skálans.
Þarna má sjá bílastæðin við hlið skálans.
Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að líklega þurfi að skipta um jarðveg þar sem olían féll til jarðar nærri Bláfjallaskálanum fyrr í dag.

Þyrla hífði ker fullt af olíu um einn metra upp í loftið þegar festing gaf sig og 600 lítrar af olíu féll niður á bílastæðið við Bláfjallaskálann. Mengunin er afar hættuleg í ljósi þess að olían helltist niður á vatnsverndarsvæði en undir liggur grunnvatnsstraumur sem liggur niður í vatnsból í Reykjavík og í Hafnarfirði.

„Maður vill ekki fá þetta niður þarna,“ sagði varðstjóri slökkviliðsins í samtali við Vísi en hann giskar á að 600 lítrar af olíu sé litlu meira en kemst fyrir í olíuflutningabíl.

Dælubíll frá slökkviliðinu er á vettvangi og fjórir slökkviliðsmenn. Það er þó takmarkað hvað þeir geta að sögn varðstjórans, það þurfi að nota gröfu til þess að grafa mestu olíuna upp.

Kristjana Kjartansdóttir, gæðaeftirlitsstjóri hjá Orkuveitunni, sem var á staðnum þegar óhappið varð, segir Orkuveituna hafa haft verulegar áhyggjur af því að fyrirtæki, sem rekur Þríhnúkagíg skammt frá, hafi fengið leyfi frá Kópavogsbæ til þess að flytja olíuna í ljósi þessi að svæðið er sérstaklega viðkvæmt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×