Fótbolti

Ancelotti: Beckham verður klár eftir viku

Stefán Árni Pálsson skrifar
David Beckham á æfingu hjá PSG
David Beckham á æfingu hjá PSG Mynd / Getty Images
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Paris Saint-Germain, vill meina að David Beckham sé ekki tilbúinn í slaginn með liðinu og mun því ekki vera í hóp gegn Sochaux síðar í dag.

Þessi magnaði leikmaður kom til liðsins undir lok janúar og hefur verið að æfa með PSG að undanförnu.

Ancelotti ætlar greinilega að vera þolinmóður og koma Beckham í gott stand áður en hann fer á völlinn.

„Beckham verður ekki með okkur gegn Sochaux, hann verður eftir í París og æfir," sagði Carlo Ancelotti við fjölmiðla ytra.

„Hann þarf líklega eina viku til viðbóta til að koma sér í betra stand og vera leikfær."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×