"Þetta er í raun og veru bara spurning um líf" Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. janúar 2013 18:40 Sjaldgæfur erfðasjúkdómur greindist nýlega hjá sex fjölskyldumeðlimum. Hann hefur þegar dregið einn þeirra til dauða og bíða nokkrir hinna eftir að komast í lyfjameðferð. Kostnaður við hana hleypur á tugum milljóna á ári. Í byrjun október fékk Guðrún Samúelsdóttir móðir bræðranna Guðmundar Skúla og Samúels blóðtappa. Hún hafði þá um nokkurra ára skeið glímt við veikindi. Skömmu áður greinist hálfbróðir hennar með sjúkdóm sem heitir Fabry. Sjúkdómurinn er arfgengur og því var rannsakað hvort að Guðrún væri einnig með hann og reyndist svo vera. Fabry er efnaskiptasjúkdómur sem leiðir til skorts á ensími. Hann getur með tímanum skemmt líffæri eins og nýru, hjarta og heilaæðakerfi. Guðrún fékk fimm sinnum blóðtappa áður en hún lést í lok desember. „Hún náttúrulega horfði fram á það að eftir fyrsta tapann þá í rauninni átti hún aldrei möguleika því að þá voru skemmdirnir orðnar þá miklar að það var alltaf hætta í þessari æð í höfðinu á henni á öðrum blóðtappa," segir Guðmundur Skúli Halldórsson. Í lok nóvember kom í ljós að þeir Guðmundur Skúli og Samúel eru einnig með sjúkdóminn. Þá hafa tveir bræður Guðrúnar til viðbótar greinst með sjúkdóminn. Alls hafa því sex fjölskyldumeðlimir greinst með sjúkdóminn og fleiri eiga eftir að fá niðurstöður úr rannsóknum. Bræðurnir hafa upplifað veikindi vegna sjúkdómssins um nokkurt skeið. „Ég er byrjaður með stækkandi æð í höfði sem er í raun og veru það sem veldur dauða móður minnar," segir hann. Þeir bræður segja að erfitt geti verið fyrir lækna að greina sjúkdóminn. Einkenni hans geti verið lík einkennum annarra sjúkdóma. Lengi vel hafi því verið talið að Samúel væri með gigt. Hann hefur þurft að þola mikla verki og í verstu köstunum engist hann hreinlega af kvölum. „Þá eru þetta bara massífir taugaverkir eins og ég sé bara að brenna inni í mér. Sem byrja sem sagt vinstra megin í brjóstkassanum og svo um allan líkmann. Það er ekki hægt að lifa við þessa verki," segir Samúel Um þrjú þúsund manns hafa greinst með sjúkdóminn í heiminum öllum. Áður en fjölskyldan greindist höfðu þrír Íslendingar greinst með hann. Þeir hafa fengið að fara í sérstaka lyfjameðferð sem gengur út á gefa þeim ensím. Bræðurnir bíða nú eftir að komast í meðferðina. Hún er dýr en kostnaður er 40 milljónir á ári fyrir hvern sem fer í hana og þurfa bræðurnir á henni að halda út ævina. „Þetta er sjúkdómur sem veldur skaða. Ef við fáum þessi lyf þá þýðir það að hann skemmir ekki meira," segir hann. Bræðurnir segja mikilvægt að komast í lyfjameðferð sem fyrst. „Þetta er í raun og veru bara spurning um líf," segir Guðmundur Skúli. Tengdar fréttir Aldrei hugsað um peninga þegar um er að ræða líf Landspítalinn er nú að setja á fót sérstakt teymi vegna Fabry sjúkdómsins og tekur það til starfa á næstunni. Velferðarráðherra segir ekki hugsað um peninga þegar um er að ræða líf eins og í tilfelli bræðranna. 6. janúar 2013 18:54 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Sjaldgæfur erfðasjúkdómur greindist nýlega hjá sex fjölskyldumeðlimum. Hann hefur þegar dregið einn þeirra til dauða og bíða nokkrir hinna eftir að komast í lyfjameðferð. Kostnaður við hana hleypur á tugum milljóna á ári. Í byrjun október fékk Guðrún Samúelsdóttir móðir bræðranna Guðmundar Skúla og Samúels blóðtappa. Hún hafði þá um nokkurra ára skeið glímt við veikindi. Skömmu áður greinist hálfbróðir hennar með sjúkdóm sem heitir Fabry. Sjúkdómurinn er arfgengur og því var rannsakað hvort að Guðrún væri einnig með hann og reyndist svo vera. Fabry er efnaskiptasjúkdómur sem leiðir til skorts á ensími. Hann getur með tímanum skemmt líffæri eins og nýru, hjarta og heilaæðakerfi. Guðrún fékk fimm sinnum blóðtappa áður en hún lést í lok desember. „Hún náttúrulega horfði fram á það að eftir fyrsta tapann þá í rauninni átti hún aldrei möguleika því að þá voru skemmdirnir orðnar þá miklar að það var alltaf hætta í þessari æð í höfðinu á henni á öðrum blóðtappa," segir Guðmundur Skúli Halldórsson. Í lok nóvember kom í ljós að þeir Guðmundur Skúli og Samúel eru einnig með sjúkdóminn. Þá hafa tveir bræður Guðrúnar til viðbótar greinst með sjúkdóminn. Alls hafa því sex fjölskyldumeðlimir greinst með sjúkdóminn og fleiri eiga eftir að fá niðurstöður úr rannsóknum. Bræðurnir hafa upplifað veikindi vegna sjúkdómssins um nokkurt skeið. „Ég er byrjaður með stækkandi æð í höfði sem er í raun og veru það sem veldur dauða móður minnar," segir hann. Þeir bræður segja að erfitt geti verið fyrir lækna að greina sjúkdóminn. Einkenni hans geti verið lík einkennum annarra sjúkdóma. Lengi vel hafi því verið talið að Samúel væri með gigt. Hann hefur þurft að þola mikla verki og í verstu köstunum engist hann hreinlega af kvölum. „Þá eru þetta bara massífir taugaverkir eins og ég sé bara að brenna inni í mér. Sem byrja sem sagt vinstra megin í brjóstkassanum og svo um allan líkmann. Það er ekki hægt að lifa við þessa verki," segir Samúel Um þrjú þúsund manns hafa greinst með sjúkdóminn í heiminum öllum. Áður en fjölskyldan greindist höfðu þrír Íslendingar greinst með hann. Þeir hafa fengið að fara í sérstaka lyfjameðferð sem gengur út á gefa þeim ensím. Bræðurnir bíða nú eftir að komast í meðferðina. Hún er dýr en kostnaður er 40 milljónir á ári fyrir hvern sem fer í hana og þurfa bræðurnir á henni að halda út ævina. „Þetta er sjúkdómur sem veldur skaða. Ef við fáum þessi lyf þá þýðir það að hann skemmir ekki meira," segir hann. Bræðurnir segja mikilvægt að komast í lyfjameðferð sem fyrst. „Þetta er í raun og veru bara spurning um líf," segir Guðmundur Skúli.
Tengdar fréttir Aldrei hugsað um peninga þegar um er að ræða líf Landspítalinn er nú að setja á fót sérstakt teymi vegna Fabry sjúkdómsins og tekur það til starfa á næstunni. Velferðarráðherra segir ekki hugsað um peninga þegar um er að ræða líf eins og í tilfelli bræðranna. 6. janúar 2013 18:54 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Aldrei hugsað um peninga þegar um er að ræða líf Landspítalinn er nú að setja á fót sérstakt teymi vegna Fabry sjúkdómsins og tekur það til starfa á næstunni. Velferðarráðherra segir ekki hugsað um peninga þegar um er að ræða líf eins og í tilfelli bræðranna. 6. janúar 2013 18:54