"Þetta er í raun og veru bara spurning um líf" Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. janúar 2013 18:40 Sjaldgæfur erfðasjúkdómur greindist nýlega hjá sex fjölskyldumeðlimum. Hann hefur þegar dregið einn þeirra til dauða og bíða nokkrir hinna eftir að komast í lyfjameðferð. Kostnaður við hana hleypur á tugum milljóna á ári. Í byrjun október fékk Guðrún Samúelsdóttir móðir bræðranna Guðmundar Skúla og Samúels blóðtappa. Hún hafði þá um nokkurra ára skeið glímt við veikindi. Skömmu áður greinist hálfbróðir hennar með sjúkdóm sem heitir Fabry. Sjúkdómurinn er arfgengur og því var rannsakað hvort að Guðrún væri einnig með hann og reyndist svo vera. Fabry er efnaskiptasjúkdómur sem leiðir til skorts á ensími. Hann getur með tímanum skemmt líffæri eins og nýru, hjarta og heilaæðakerfi. Guðrún fékk fimm sinnum blóðtappa áður en hún lést í lok desember. „Hún náttúrulega horfði fram á það að eftir fyrsta tapann þá í rauninni átti hún aldrei möguleika því að þá voru skemmdirnir orðnar þá miklar að það var alltaf hætta í þessari æð í höfðinu á henni á öðrum blóðtappa," segir Guðmundur Skúli Halldórsson. Í lok nóvember kom í ljós að þeir Guðmundur Skúli og Samúel eru einnig með sjúkdóminn. Þá hafa tveir bræður Guðrúnar til viðbótar greinst með sjúkdóminn. Alls hafa því sex fjölskyldumeðlimir greinst með sjúkdóminn og fleiri eiga eftir að fá niðurstöður úr rannsóknum. Bræðurnir hafa upplifað veikindi vegna sjúkdómssins um nokkurt skeið. „Ég er byrjaður með stækkandi æð í höfði sem er í raun og veru það sem veldur dauða móður minnar," segir hann. Þeir bræður segja að erfitt geti verið fyrir lækna að greina sjúkdóminn. Einkenni hans geti verið lík einkennum annarra sjúkdóma. Lengi vel hafi því verið talið að Samúel væri með gigt. Hann hefur þurft að þola mikla verki og í verstu köstunum engist hann hreinlega af kvölum. „Þá eru þetta bara massífir taugaverkir eins og ég sé bara að brenna inni í mér. Sem byrja sem sagt vinstra megin í brjóstkassanum og svo um allan líkmann. Það er ekki hægt að lifa við þessa verki," segir Samúel Um þrjú þúsund manns hafa greinst með sjúkdóminn í heiminum öllum. Áður en fjölskyldan greindist höfðu þrír Íslendingar greinst með hann. Þeir hafa fengið að fara í sérstaka lyfjameðferð sem gengur út á gefa þeim ensím. Bræðurnir bíða nú eftir að komast í meðferðina. Hún er dýr en kostnaður er 40 milljónir á ári fyrir hvern sem fer í hana og þurfa bræðurnir á henni að halda út ævina. „Þetta er sjúkdómur sem veldur skaða. Ef við fáum þessi lyf þá þýðir það að hann skemmir ekki meira," segir hann. Bræðurnir segja mikilvægt að komast í lyfjameðferð sem fyrst. „Þetta er í raun og veru bara spurning um líf," segir Guðmundur Skúli. Tengdar fréttir Aldrei hugsað um peninga þegar um er að ræða líf Landspítalinn er nú að setja á fót sérstakt teymi vegna Fabry sjúkdómsins og tekur það til starfa á næstunni. Velferðarráðherra segir ekki hugsað um peninga þegar um er að ræða líf eins og í tilfelli bræðranna. 6. janúar 2013 18:54 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Sjaldgæfur erfðasjúkdómur greindist nýlega hjá sex fjölskyldumeðlimum. Hann hefur þegar dregið einn þeirra til dauða og bíða nokkrir hinna eftir að komast í lyfjameðferð. Kostnaður við hana hleypur á tugum milljóna á ári. Í byrjun október fékk Guðrún Samúelsdóttir móðir bræðranna Guðmundar Skúla og Samúels blóðtappa. Hún hafði þá um nokkurra ára skeið glímt við veikindi. Skömmu áður greinist hálfbróðir hennar með sjúkdóm sem heitir Fabry. Sjúkdómurinn er arfgengur og því var rannsakað hvort að Guðrún væri einnig með hann og reyndist svo vera. Fabry er efnaskiptasjúkdómur sem leiðir til skorts á ensími. Hann getur með tímanum skemmt líffæri eins og nýru, hjarta og heilaæðakerfi. Guðrún fékk fimm sinnum blóðtappa áður en hún lést í lok desember. „Hún náttúrulega horfði fram á það að eftir fyrsta tapann þá í rauninni átti hún aldrei möguleika því að þá voru skemmdirnir orðnar þá miklar að það var alltaf hætta í þessari æð í höfðinu á henni á öðrum blóðtappa," segir Guðmundur Skúli Halldórsson. Í lok nóvember kom í ljós að þeir Guðmundur Skúli og Samúel eru einnig með sjúkdóminn. Þá hafa tveir bræður Guðrúnar til viðbótar greinst með sjúkdóminn. Alls hafa því sex fjölskyldumeðlimir greinst með sjúkdóminn og fleiri eiga eftir að fá niðurstöður úr rannsóknum. Bræðurnir hafa upplifað veikindi vegna sjúkdómssins um nokkurt skeið. „Ég er byrjaður með stækkandi æð í höfði sem er í raun og veru það sem veldur dauða móður minnar," segir hann. Þeir bræður segja að erfitt geti verið fyrir lækna að greina sjúkdóminn. Einkenni hans geti verið lík einkennum annarra sjúkdóma. Lengi vel hafi því verið talið að Samúel væri með gigt. Hann hefur þurft að þola mikla verki og í verstu köstunum engist hann hreinlega af kvölum. „Þá eru þetta bara massífir taugaverkir eins og ég sé bara að brenna inni í mér. Sem byrja sem sagt vinstra megin í brjóstkassanum og svo um allan líkmann. Það er ekki hægt að lifa við þessa verki," segir Samúel Um þrjú þúsund manns hafa greinst með sjúkdóminn í heiminum öllum. Áður en fjölskyldan greindist höfðu þrír Íslendingar greinst með hann. Þeir hafa fengið að fara í sérstaka lyfjameðferð sem gengur út á gefa þeim ensím. Bræðurnir bíða nú eftir að komast í meðferðina. Hún er dýr en kostnaður er 40 milljónir á ári fyrir hvern sem fer í hana og þurfa bræðurnir á henni að halda út ævina. „Þetta er sjúkdómur sem veldur skaða. Ef við fáum þessi lyf þá þýðir það að hann skemmir ekki meira," segir hann. Bræðurnir segja mikilvægt að komast í lyfjameðferð sem fyrst. „Þetta er í raun og veru bara spurning um líf," segir Guðmundur Skúli.
Tengdar fréttir Aldrei hugsað um peninga þegar um er að ræða líf Landspítalinn er nú að setja á fót sérstakt teymi vegna Fabry sjúkdómsins og tekur það til starfa á næstunni. Velferðarráðherra segir ekki hugsað um peninga þegar um er að ræða líf eins og í tilfelli bræðranna. 6. janúar 2013 18:54 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Aldrei hugsað um peninga þegar um er að ræða líf Landspítalinn er nú að setja á fót sérstakt teymi vegna Fabry sjúkdómsins og tekur það til starfa á næstunni. Velferðarráðherra segir ekki hugsað um peninga þegar um er að ræða líf eins og í tilfelli bræðranna. 6. janúar 2013 18:54