"Þetta er í raun og veru bara spurning um líf" Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. janúar 2013 18:40 Sjaldgæfur erfðasjúkdómur greindist nýlega hjá sex fjölskyldumeðlimum. Hann hefur þegar dregið einn þeirra til dauða og bíða nokkrir hinna eftir að komast í lyfjameðferð. Kostnaður við hana hleypur á tugum milljóna á ári. Í byrjun október fékk Guðrún Samúelsdóttir móðir bræðranna Guðmundar Skúla og Samúels blóðtappa. Hún hafði þá um nokkurra ára skeið glímt við veikindi. Skömmu áður greinist hálfbróðir hennar með sjúkdóm sem heitir Fabry. Sjúkdómurinn er arfgengur og því var rannsakað hvort að Guðrún væri einnig með hann og reyndist svo vera. Fabry er efnaskiptasjúkdómur sem leiðir til skorts á ensími. Hann getur með tímanum skemmt líffæri eins og nýru, hjarta og heilaæðakerfi. Guðrún fékk fimm sinnum blóðtappa áður en hún lést í lok desember. „Hún náttúrulega horfði fram á það að eftir fyrsta tapann þá í rauninni átti hún aldrei möguleika því að þá voru skemmdirnir orðnar þá miklar að það var alltaf hætta í þessari æð í höfðinu á henni á öðrum blóðtappa," segir Guðmundur Skúli Halldórsson. Í lok nóvember kom í ljós að þeir Guðmundur Skúli og Samúel eru einnig með sjúkdóminn. Þá hafa tveir bræður Guðrúnar til viðbótar greinst með sjúkdóminn. Alls hafa því sex fjölskyldumeðlimir greinst með sjúkdóminn og fleiri eiga eftir að fá niðurstöður úr rannsóknum. Bræðurnir hafa upplifað veikindi vegna sjúkdómssins um nokkurt skeið. „Ég er byrjaður með stækkandi æð í höfði sem er í raun og veru það sem veldur dauða móður minnar," segir hann. Þeir bræður segja að erfitt geti verið fyrir lækna að greina sjúkdóminn. Einkenni hans geti verið lík einkennum annarra sjúkdóma. Lengi vel hafi því verið talið að Samúel væri með gigt. Hann hefur þurft að þola mikla verki og í verstu köstunum engist hann hreinlega af kvölum. „Þá eru þetta bara massífir taugaverkir eins og ég sé bara að brenna inni í mér. Sem byrja sem sagt vinstra megin í brjóstkassanum og svo um allan líkmann. Það er ekki hægt að lifa við þessa verki," segir Samúel Um þrjú þúsund manns hafa greinst með sjúkdóminn í heiminum öllum. Áður en fjölskyldan greindist höfðu þrír Íslendingar greinst með hann. Þeir hafa fengið að fara í sérstaka lyfjameðferð sem gengur út á gefa þeim ensím. Bræðurnir bíða nú eftir að komast í meðferðina. Hún er dýr en kostnaður er 40 milljónir á ári fyrir hvern sem fer í hana og þurfa bræðurnir á henni að halda út ævina. „Þetta er sjúkdómur sem veldur skaða. Ef við fáum þessi lyf þá þýðir það að hann skemmir ekki meira," segir hann. Bræðurnir segja mikilvægt að komast í lyfjameðferð sem fyrst. „Þetta er í raun og veru bara spurning um líf," segir Guðmundur Skúli. Tengdar fréttir Aldrei hugsað um peninga þegar um er að ræða líf Landspítalinn er nú að setja á fót sérstakt teymi vegna Fabry sjúkdómsins og tekur það til starfa á næstunni. Velferðarráðherra segir ekki hugsað um peninga þegar um er að ræða líf eins og í tilfelli bræðranna. 6. janúar 2013 18:54 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sjaldgæfur erfðasjúkdómur greindist nýlega hjá sex fjölskyldumeðlimum. Hann hefur þegar dregið einn þeirra til dauða og bíða nokkrir hinna eftir að komast í lyfjameðferð. Kostnaður við hana hleypur á tugum milljóna á ári. Í byrjun október fékk Guðrún Samúelsdóttir móðir bræðranna Guðmundar Skúla og Samúels blóðtappa. Hún hafði þá um nokkurra ára skeið glímt við veikindi. Skömmu áður greinist hálfbróðir hennar með sjúkdóm sem heitir Fabry. Sjúkdómurinn er arfgengur og því var rannsakað hvort að Guðrún væri einnig með hann og reyndist svo vera. Fabry er efnaskiptasjúkdómur sem leiðir til skorts á ensími. Hann getur með tímanum skemmt líffæri eins og nýru, hjarta og heilaæðakerfi. Guðrún fékk fimm sinnum blóðtappa áður en hún lést í lok desember. „Hún náttúrulega horfði fram á það að eftir fyrsta tapann þá í rauninni átti hún aldrei möguleika því að þá voru skemmdirnir orðnar þá miklar að það var alltaf hætta í þessari æð í höfðinu á henni á öðrum blóðtappa," segir Guðmundur Skúli Halldórsson. Í lok nóvember kom í ljós að þeir Guðmundur Skúli og Samúel eru einnig með sjúkdóminn. Þá hafa tveir bræður Guðrúnar til viðbótar greinst með sjúkdóminn. Alls hafa því sex fjölskyldumeðlimir greinst með sjúkdóminn og fleiri eiga eftir að fá niðurstöður úr rannsóknum. Bræðurnir hafa upplifað veikindi vegna sjúkdómssins um nokkurt skeið. „Ég er byrjaður með stækkandi æð í höfði sem er í raun og veru það sem veldur dauða móður minnar," segir hann. Þeir bræður segja að erfitt geti verið fyrir lækna að greina sjúkdóminn. Einkenni hans geti verið lík einkennum annarra sjúkdóma. Lengi vel hafi því verið talið að Samúel væri með gigt. Hann hefur þurft að þola mikla verki og í verstu köstunum engist hann hreinlega af kvölum. „Þá eru þetta bara massífir taugaverkir eins og ég sé bara að brenna inni í mér. Sem byrja sem sagt vinstra megin í brjóstkassanum og svo um allan líkmann. Það er ekki hægt að lifa við þessa verki," segir Samúel Um þrjú þúsund manns hafa greinst með sjúkdóminn í heiminum öllum. Áður en fjölskyldan greindist höfðu þrír Íslendingar greinst með hann. Þeir hafa fengið að fara í sérstaka lyfjameðferð sem gengur út á gefa þeim ensím. Bræðurnir bíða nú eftir að komast í meðferðina. Hún er dýr en kostnaður er 40 milljónir á ári fyrir hvern sem fer í hana og þurfa bræðurnir á henni að halda út ævina. „Þetta er sjúkdómur sem veldur skaða. Ef við fáum þessi lyf þá þýðir það að hann skemmir ekki meira," segir hann. Bræðurnir segja mikilvægt að komast í lyfjameðferð sem fyrst. „Þetta er í raun og veru bara spurning um líf," segir Guðmundur Skúli.
Tengdar fréttir Aldrei hugsað um peninga þegar um er að ræða líf Landspítalinn er nú að setja á fót sérstakt teymi vegna Fabry sjúkdómsins og tekur það til starfa á næstunni. Velferðarráðherra segir ekki hugsað um peninga þegar um er að ræða líf eins og í tilfelli bræðranna. 6. janúar 2013 18:54 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Aldrei hugsað um peninga þegar um er að ræða líf Landspítalinn er nú að setja á fót sérstakt teymi vegna Fabry sjúkdómsins og tekur það til starfa á næstunni. Velferðarráðherra segir ekki hugsað um peninga þegar um er að ræða líf eins og í tilfelli bræðranna. 6. janúar 2013 18:54