Lífið

Heimskur og heimskari snúa aftur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Lloyd og Harry koma sér í ýmis vandræði.
Lloyd og Harry koma sér í ýmis vandræði.
Dumb and Dumber To, framhald grínmyndarinnar Dumb and Dumber, kemur í bíó í nóvember á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá Paramount.

Leikstjórabræðurnir Peter og Bobby Farrelly skrifa handritið líkt og í þeirri fyrri og grínleikararnir Jim Carrey og Jeff Daniels snúa aftur sem einföldu tvímenningarnir Lloyd og Harry.

Í framhaldsmyndinni skella félagarnir sér í ferðalag til að finna barn sem Harry átti í fortíðinni en fékk ekki að vita það fyrr en mörgum árum seinna.

Dumb and Dumber var frumsýnd árið 1994 og var fyrsta leikstjórnarverkefni Farrelly-bræðra. Viðbrögð við myndinni voru blendin en síðustu ár hefur hún skipað sér í flokk költbíómynda og á milljónir aðdáenda um heim allan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.