Fótbolti

Maradona sparkaði í ljósmyndara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maradona bregður á leik.
Maradona bregður á leik. Nordicphotos/Getty
Knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona hefur oftar en einu sinni kvartað yfir ágengum ljósmyndurum og stundum svarað fyrir sig.

Nú hefur stjörnuljósmyndari í Argentínu sakað örvfættu knattspyrnukempuna um að beita sparkvissu sinni ólöglega. Þannig á Maradona að hafa hlaupið í áttina að ljósmyndaranum, þar sem hann sat fyrir Maradona fyrir utan heimili föður hans, og sparkað af öllu afli í klof hans.

Maradona fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm árið 1994 fyrir að skjóta af loftbyssu í áttina að fréttamönnum fyrir utan heimili hans. Síðast í maí stöðvaði hann bifreið sína og kastaði steinum í áttina að myndatökumönnum sem fylgdu honum eftir á heimleið frá flugvellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×