Lífið

Menningarhátíð til styrktar geðdeild

Bjarki Ármannsson skrifar
Stefán, Guðbrandur og Pétur eru skipuleggjendur Nýárshátíðar í Reykjavík.
Stefán, Guðbrandur og Pétur eru skipuleggjendur Nýárshátíðar í Reykjavík. Mynd/Sigríður Kristín Kristjánsdóttir
Ungleikur, leikhópur skipaður ungum og upprennandi leikurum og leikskáldum, stendur fyrir menningarhátíð í janúar. Ber hún nafnið „Nýárshátíð í Reykjavík“ og er henni ætlað að safna pening til styrktar geðdeild Landspítalans.

„Þessi hugmynd kemur eiginlega til þegar fjárlögin eru birt,“ segir Stefán Ingvar Vigfússon, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Hann segir umræðu hafa sprottið upp í kjölfar fjárlaganna um hvort fólk kjósi að halda uppi læknum eða listamönnum. „Okkur fannst það svolítið eins og að fara á barinn alla helgina og spyrja svo börnin sín: ‚Hvort viljið þið borða á sunnudag eða mánudag?“ segir Stefán. Ungleikur vilji með hátíðinni sýna fram á mikilvægi bæði lista og heilbrigðiskerfis fyrir samfélagið.

Á hátíðinni mun kenna ýmissa grasa, en ásamt myndlistarsýningu og ljóðalesturs verða haldin bæði stuttmyndasýning og spunamót, sem öllum ungmennum er frjálst að skrá sig í. Spunamótið fer fram á skemmtistaðnum Harlem 18. janúar en stuttmyndasýningin í Norræna húsinu 31. janúar. Opið er fyrir umsóknir fyrir báða viðburðina til 5. janúar, en þær má senda á ungleikur@gmail.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.