Innlent

Breytingar hjá Félagi íslenskra leikara

Samúel Karl Ólason skrifar
Birna Hafstein var kjörin nýr formaður Félags íslenskra leikara á aðalfundi félagsins nú síðdegis. Birna tekur við keflinu af Randveri Þorlákssyni, sem lauk ellefu ára starfi sem formaður félagsins.

Viktor Már Bjarnason, Ilmur Stefánsdóttir og Hallgrímur Ólafsson voru kjörin varamenn stjórnar. Í lok fundarins báðust Jóhanna Vigdís Arnardóttir, varaformaður og Baldur Trausti Hreinsson, meðstjórnandi, lausnar frá stjórnarstörfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×